Krefjumst lýðræði á Íslandi

Það kerfi sem mótar uppbyggingu valds á Íslandi í dag er ólýðræðislegt. Þetta speglast vel í þeim vanmætti sem almenningur finnur fyrir þegar hann horfir upp á valdhafa rústa velferð þjóðar, afneita eigin ábyrgð og sitja síðan sem fastast á valdastóli.

Það þarf því að setja það á oddin að breyta kerfinu. Móta nýtt skipulag kosninga, efla þrískiptingu valds og efla hugarfar sem felur í sér að stofnanir hins opinbera eigi að þjóna fólkinu. Gagnsæi í athöfnum valdhafa þarf að auka. Þeir sem hafa völdin hafa þau í umboði þjóðarinnar og því eiga þau ekki að þurfa að leyna þjóðina neinu.

Grundvallar formgerð samfélagsins þarf að koma til endurskoðunnar. Nýjar hugmyndir þurfa að öðlast brautargengi. Það þarf að byggja upp varnir gegn einstaklingshyggju, sjálfsskömmtunum og vinavæðingu.

Það þarf fólk í framvarðarlínu sem hægt er að treysta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú bendir á kjarna málsins.

Magnús Sigurðsson, 2.11.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kerfisbreytinga er þörf það er alveg satt. Við verðum að afmá það kefti sem getur viðhaldið sjálfu sér á meðan það hirðir bestu bitana fyrir sig og sína.

Aðrir geta étið það sem úti frýs að þeirra mati.

Það mun kveða við annan tón í kosningabaráttunni. Ekki gerast þá auðtrúa við verðum að láta breytingarnar verða að veruleika.

Ísland er spillt land eins og það er.

Vilborg Traustadóttir, 2.11.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála! Ég reikna með að þú sést líka að tala um að menn og konur verði að taka ábyrgð á gjörðum sínum og yfirgefa stólana sína ef það gerist t.d. sekt um „einstaklingshyggju, sjálfsskömmtunum og vinavæðingu.“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf að efla hugarfar sem lítur á „einstaklingshyggju, sjálfsskömmtunum og vinavæðingu“ með skömm. Gott siðferði þarf að eiga upp á pallborðið við mat á hæfni einstaklinga. Þeir sem vilja græða MIKIÐ eiga ekki erindi í opinbera stjórnsýslu.

Eins og staðan er í dag slást gráðugir einstaklingar um frama í stjórnmálum og stjórnsýslu. Þetta er að draga allan mátt úr þjóðfélaginu.

Hæfni einstaklinga til þess að gegna þessum störfum hefur verið aukaatriði um langt skeið. Mistök eru daglegt brauð í skjóli valdaklíkunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 19:34

6 identicon

Alþingi virðist hafa ósköp lítil völd, og virkar frekar eins og sjoppa eða afgreiðsla fyrir lög sem búin eru til hjá ríkisstjórninni og ráðuneytunum.

Þannig átti þetta ekki að vera, heldur átti ríkisstjórnin að sjá um rekstur stofnanna ríkisins en ekki að hafa svona allsherjar vald eins og nú er og Þingið átti að fjalla um og setja lög af eigin frumkvæði. Þetta kemur vel fram í því að þingmannamál fá nánast aldrei framgang á Alþingi, en stjórnarfrumvörp eru undantekningarlaust samþykkt.

Því miður er Alþingi orðið valdalaus kjaftasamkoma.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband