Landráð af gáleysi...ráðaleysi

Glæfraleg meðferð á eignum þjóðarinnar eru landráð. Fjöldi athafna og orða ráðamanna og auðmanna má túlka sem landráð í skilningi lagatextans.

"Landráð í almennum hegningarlögum, 88. gr., 91. gr. og 100. gr. En þar segir: 88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta … fangelsi allt að 6 árum."

Það er ljóst að stjórnvöld og bankamenn stungu skýrslu undir stól sem varaði við ástandinu. Þrátt fyrir vitneskju um voðann var Icesave útibú opnað í Hollandi.

Þetta er hrikalega alvarlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við erum að tala um aðgerðir og/eða aðgerðarleysi stjórnvalda sem má e.t.v. kenna við landráð af gáleysi. Dómurinn er auðvitað sá að þeir sem stjórna núna njóta alls engis trausts. Það er grafalvarlegt mál og í raun furðulegt hvað almenningur er stilltur. En krafan er skýr: Vík burt ríkisstjórn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 20:06

2 identicon

Ég velkist varla í vafa lengur, hvað með beitingu hryðjuverkalaga í UK gegn Íslandi. Fellur fullkomlega undir þessar lagagreinar og þá sérstaklega 100 gr. Hvað finnst þér og þeim sem það lesa?

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er vel hægt að ramma hegðun þessara aðila inn í þessu lög. Kíktu líka á bloggið hennar Rakelar. Hún er þarna fyrir ofan þig

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þ.e.a.s með komment

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband