Hvorki löglegt né eðlilegt!

Ég var að lesa frétt að viðbrögðum Björns Bjarnasonar við spurningum um hæfi sakasókara til að rannsaka fyrirtæki þar sem synir þeirra hafa gengt lykilstöðum. Þegar ég var hálfnuð í gegn um fréttina fékk ég gæsahúð.

Björn segir: "fyrsta lagi að kortleggja stöðuna, átta sig á umfangi og stofna til tengsla við þá, sem þegar eru teknir til við að rannsaka einstök mál, án þess að um lögreglumál sé að ræða. Þetta starf er að fara af stað. Ríkissaksóknari telur, að líklega þurfi erlenda sérfræðinga til að átta sig á öllum þráðum til að heildarmyndin fáist."

Það felst óheyrilegt vald í því að kortleggja stöðuna, afmarka umfang og stofna til tengsla. Hvernig staðið er að þessum upphaflegu skrefum getur haft áhrif á það hvaða stefna er síðan tekin við rannsókn mála.

Fólk er búið að fá sig fullsatt af endalausum tilburðum stjórnmálamanna til að gefa athöfnum sem lykta af spillingu þá ásýnd að hér sé um eðlilegan framgang mála að ræða. Það er ekkert eðlilegt við þessa skipan mála.

 


mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég sem hélt að menn færu að taka upp nýja og betri siði.

Þóra Guðmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei það er ekkert eðlilegt við þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 23:48

3 identicon

Borin von um einhverja von. Ormagryfja.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Björn Bjarnason... hefur þá ásýnd að ég fæ alltaf gæsahúð Hann er tákngervingur fláræðisins í mínum augum. Það er bara eins og allt sem hann kemur nálægt fái á sig einhverja óhugnanlega spillingarmynd.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já einhver hroki. Sumir líta niður á fólk sem flakar fist en vill samt fá fiskinn flakaðann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Þetta er allt saman bara misskilningur!" - Georg Bjarnfreðarson

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband