ÞINGMENN VAKNIÐ! TRYGGIÐ FRAMTÍÐ ÞJÓÐARINNAR!

Er ekki komið nóg af "of lítið of seint". Ágætu þingmenn það er kominn tími til þess að menn fari að snúa sér að því sem skiptir mestu máli.

Þingmenn sem ekki eru á hlaupum um lönd að biðla lána þurfa nú að snúa sér að því að tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum.

Nú er ekki tíminn fyrir flokkadrætti. Stillið ykkur saman og vinnið sem heild að framtíð og heill þjóðarinnar.

Leggið sérhagsmuni og stolt á hilluna. Talið saman og leysið málin.

Farið á námskeið ef þið kunnið það ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Setja inn ákvæði í stjórnarskrá um að hvorki megi framselja eignarrétt né viðvarandi afnotarétt auðlindanna í hendur einkaaðila.

Það þarf að skapa um þetta kerfi sem virkar.

Fólk þarf nú að vera tilbúið til þess að nota það sem það hefur á milli eyrnanna til þetta að leysa þetta þannig að tryggt sé að hægt sé að gera verðmæti úr auðlindunum á þann hátt að þjóðin öll njóti afrakstursins og að þetta falli ekki í hendur erlendra aðila eða lánadrottna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband