Hundrað milljarðar hverfa?

Fréttir af undanskotum í Kaupþingi voru endurteknar í fréttum Stöðvar 2 en fréttir voru af þessu á mbl.is fyrr í dag. Millifærslur upp á hundrað milljarða voru framkvæmdar á erlenda reikninga rétt fyrir gjaldþrot Kaupþings. Fjármunirnir voru færðir á bankareikninga í löndum þar sem erfitt er að fá upplýsingar um viðtakendur.5

Orðrétt var sagt á Stöð 2 að hundrað milljarðar voru millifærðir úr sjóðum Kaupsþings inn á erlenda bankareikninga skömmu áður en bankinn var þjóðnýttur. Engar skýringar á þessum greiðsum hafa fundist.

Þessar fréttir vekja til umhugsunar en fjárhæðin er næstum helmingu þeirrar fjárhæðar sem vænst er að lántakan verði frá IMF. Þar sem fjárhæðin er færð úr landi hljóta þessar færslur að hafa haft afgerandi áhrif á gjaldeyrisstöðu í landinu.

Málið er svo alvarlegt að það er undarlegt er að ekki skuli vera hafin lögreglurannsókn. Greiðsla úr sjóði (hver svo sem hann er) felur eðlilega í sér mótbókun og textaskýringar í fyrirtækjum. Miðað við fjárhæðina er það hreinn fjárdráttur ef fjárhæðin hefur horfið úr bankanum án skýringa. Það er með ólíkindum ef skilanefnd er bara að velta þessu fyrir sér án þess að grípa til harðra aðgerða.

Þessi frétt er það alvarlegasta sem komið hefur upp í því ferli misferla sem upp hafa komið fram að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er vandalaust að komast að því hverjir voru að verki og kæra þáþ

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 02:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála því

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:09

3 identicon

Já þetta er toppurinn á siðleysinu og bullinu sem hefur viðgengist, skrítið að lögfróðir menn segja að þetta gæti vel verið löglegt? en boy ó boy hver er ástæðan fyrir þessum millifærslum og talandi um einkennilega tímasetningu?

Þráinn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 02:10

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skýringar þurfa alltaf að liggja fyrir á greiðslum. Skýringarnar þurfa líka að fela í sér að um eðlileg viðskipti hafa verið að ræða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:15

5 identicon

Já mín kæra, við erum rétt að byrja grilla í ormagryfjuna. 100 milljarðar millifærðir án skýringa??? Hólí krapp! Glitnir banki dró að sér 7 milljarða í Noregi og lögreglurannsókn er að hefjast þar. Landsbankinn og KB-banki drógu að sér 700-800 hundruð milljarða í Englandi, Hollandi og víðar. Hryðjuverkalög notuð á þá í kjölfarið. Þetta er rétt að byrja. Hvenær skyldum við fá nóg?

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband