Hvert fór gjaldeyrinn?

Það er mjög erfitt að setja sig inn í hegðun macro fyrirbæra (efnahagslífsins). Ég er stundum að velta fyrir mér því sem ég heyri í fréttum og reyna að fá einhver rök í það sem hefur verið að gerast.

Mér er sagt að þær fjárhæðir sem lagðar hafi verið inn á Icesave reikninga (og eru brot af annarra manna útlenskra fjármuna sem menn voru að höndla með) hafi verið fluttir til Íslands. Þetta eru hundruð milljarða í gjaldeyri sem fluttir voru til landsins en hvað varð að peningunum?

Enhver hlýtur að hafa verið næsti viðtakandi. Til þess að valda gjaldeyriskreppu hljóta fjármunirnir að hafa horfið úr landi aftur en ekki endurlánaðir hér eins og haldið hefur verið fram. Ef fjármunirnir hafa verið endurlánaðir hér hefði þá ekki gjaldeyrinn lent inn í gjaldeyrisvarasjóð sem nú er tómur?

Talað er um að menn hafi verið að spila á vaxtamun tekið innlán í Bretlandi og Holllandi og endurlánað á Íslandi því er spurningin: Hvert fót gjaldeyrinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband