Borgarar sameinumst gegn þögninni

Vek athygli á þessu

OPINN BORGARAFUNDUR - um stöðu þjóðarinnar - í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30
 
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
 
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
 
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
 
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
 
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
 
Fyrirkomulag
Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):

Lilja Mósesdóttir
hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.
 
Sjá nánar: http://borgarafundur.org þar er hægt að m.a. skrá sig á póstlista, sjá myndskeið frá fyrsta fundinum og leggja inn hugmyndir í hugmyndabankann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband