Framtíðin er okkar....burt með spillingarliðið

Miklar upplýsingar hafa flætt yfir almenning síðustu viku. Nú er það almennings að skilja hismið frá kjarnanum. Þeir sem hafa setið við stjórnvölinn hafa skapað hættulegt umhverfi fyrir almenning.

Þetta umhverfi er fullt af gildrum en stjórnvöldum láðist að gefa út leiðbeiningar fyrir þá sem ekki rata í svona umhverfi. Þvert á móti, fólk var kvatt til þess að æða áfram og festust margir í gildrum.

Tímabil innrætingar græðgisjónarmiða og ójöfnuðar fór í hönd.

Nú sitjum við uppi með orðin hlut en framtíðin er okkar. Við þurfum að bretta upp ermarnar og aðstoða meðbræður okkar við að komast úr gildrunum.

Það þarf að yfirgefa þá hugsun ófrelsis, einstaklingshyggju og hræðslu sem ríkt hefur Íslandi. Við verðum að þora að hugsa út fyrir rammann. Við verðum að þora. Látum ekki stjórnvöld komast upp með að segja okkur að nú megum við ekki horfast í augu við eigin tilfinningar. Tilfinningar okkar eru raunverulegar og þær eru réttmætar og þær eru tímabærar.

Eigum við að treysta þeim sem komu upp gildrunum í umhverfi okkar til þess að móta það umhverfi sem börnin okkar þurfa að rata í í framtíðinni. Ég segi nei. Treystum þeim ekki fyrir framtíð barna okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband