Ótilhlýðilegar hugsanir....burt með spillingarliðið!

Nú kemur hver postulinn á fætur örðum fram í frétta- og spjallþáttum og uppfræðir almenning um hvað má segja, hvað má hugsa og hvernig fólk má haga sér í kreppu. Andrúmsloft samtímans ræður miklu um hvaða hugmyndir eru gjaldgengar og fólk ritskoðar gjarnan sjálft sig til þess að falla ekki of langt utan við ramma hins tilhlýðilega

En spyrjum okkur núna hvort staðan á efnahag þjóðarinnar gæti ekki hugsanlega verið betri ef „ótilhlýðilegar" hugmyndir hefðu fengið að skjóta rótum í andrúmslofti sem var gegnsýrt af hugsjónum græðgi, vinargreiða og ósjálfstæðis.

Í því árferði sem ríkir núna þarf að beita dómgreindinni og forðast (ótilhlýðilega) hlýðni. Það þarf að virkja sköpunarkraftinn og byggja upp landið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband