Endurskoðum formgerð stofnanavalds.....burt með spillingarliðið!

Hér hefur verið byggt upp valdakerfi og andrúmsloft sem þurrkar út lýðræði á Íslandi. Það er augljóst af málflutningi stjórnmálamanna að þeir ætla ekki að veðja á lýðræðið enda er það grútmáttlaust. Allir stjórnmálaflokkarnir snúa nú bökum saman um að verja stofnanavaldið (the establishment) og keppast við að komast ofan í gullbryddaða vasa sjálfstæðisflokksins.

Það þarf að byggja upp lýðræði á íslandi. Núverandi kerfi elur á spillingu. Hverjir styrkja flokkana og hvers vegna þessi leynd? Hvers vegna má ekki afhjúpa hagsmuna- og eignatengsl stjórnmálaflokka?

Þrískipting valdsins hefur verið þurrkuð út. Stjórnmálamenn koma vinum og vandamönnum fyrir í dómskerfinu. Valdaöflin koma velunnurum sínum fyrir í stofnunum landsins sem ekki þjóna hagsmunum almennings heldur standa sem vakthundar stjórnvaldsins. Lög eru samin í ráðuneytum og send niður á þing til stimplunar.

Mannréttindi eru fótum troðin.

Góðir Íslendingar, ég vil ekki að þetta sé svona. Hvað um ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband