Ráðaleysi ráðamanna....Burt með spillingarliðið!

Ég set hér inn nokkra pistla sem ég skrifaðir fyrir 2 til 3 vikum síðan og eiga enn vel við:

Kreppan er hér. Það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn. Jú, jú vandamálin blasa við en þau hræða mig í sjálfu sér ekki. Það sem hræðir mig í dag er raunveruleikafirring og vanmáttur stjórnvalda. Hvernig er það, er enginn í vinnu hjá ríkinu nema Geir og Ingibjörg? Er ekki verið að gera neitt nema að biðla fjármagns víða um lönd? Lán leysa tiltekin skammtímavanda en það þarf að hefja aðgerðir á öðrum sviðum.

Er ekki til mannskapur hjá hinu opinbera til þess að byrja uppbyggingu og koma hér á viðbúnaði? Það liggur fyrir að það þarf að breyta innviðum samfélagsins. Það þarf að henda sumu og öðru þarf að hlúa að. Auðlindir okkar eru til staðar hér nú sem fyrr. Bankakerfið er ekki hluti af auðlindum þjóðarinnar. Bankakerfið er til staðar til þess að smyrja hjól viðskiptalífsins sem þjónar því að gera verðmæti úr auðlindunum.

Auðvitað þarf að slökkva elda en það þarf líka að huga að framtíðinni. Það þarf að setjast niður og gera „scenario plans", þ.e.a.s. menn þurfa að setjast niður og draga upp ólíkar myndir af framtíðinni út frá hugmyndum um það hvaða stefnu kreppan geti tekið. Síðan þarf að setja fram stefnu- og framkvæmdaáætlanir. Hér er allt á öðrum endanum og það þýðir engin vettlingatök eða frestunaráráttu.

Á sama tíma og stjórnvöld virðast vera með alla athyglina við bónferðir um lönd sér almenningur og ég þar með engin merki þess að verið sé að leysa vandamál í heimaranni. Almenningur greiðir skatta og hið opinbera á að þjóna almenningi. Hvernig er það að þjóna almenningi miðað við það fjármagn sem sett er í þá starfsemi? Gagngera endurskipulagningu þarf í opinberri stjórnsýslu og hreinsa þarf í burt starfsemi sem skilar engu til þjóðarinnar. Ráðamenn geta ekki verið þekktir fyrir leggja gríðarlega skuldir á herðar skattgreiðenda á sama tíma eytt er hér í starfsemi sem engu skilar nema háum launum til velunnara og ættmenna.

Atvinnulífið þarf athygli ráðamanna. Það þarf að vernda verðmæt fyrirtæki og atvinnuvegi. Það þarf að losa okkur við það sem er að draga til sín frjármagn nú án þess að skila neinu. Það þarf að huga að mannauð. Það þarf að hlúa að þekkingu sem nýtist við nýjar aðstæður í stað þess að sitja fastur í þekkingu sem virkaði vel við að koma samfélaginu á annan endann og vel það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband