Það þarf að hlúa að þekkingu sem nýtist við nýjar aðstæður í stað þess að sitja fastur í þekkingu sem virkaði vel við að koma samfélaginu á annan endann og vel það.

Samfélagið er að taka grundvallarbreytingum. Ýmsar raddir eru uppi og mikið er skrafað. Hrun fjármálakerfa á Íslandi má rekja til ótrúlegs hroka og heimsku. Því miður náðu þessi öfl yfirhöndinni í okkar litla samfélagi og ógnar nú því litla og því fagra sem við eigum.

Breytingar eru að eiga sér stað með ógnarhraða í samfélaginu. Fólk horfir á ringlað vegna þess að það trúði á hugarfarið og efnahagslífið. Öllum er ljóst í dag að vandi er framundan. Þeir eru þó margir sem gera sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegur hann er og jafnvel líka hvers eðlis hann er.

Ef við eigum að komast að í nýju landslagi þurfum við að fá okkur nýtt landakort því það gamla virkar ekki lengur. Við þurfum að yfirgefa grundvallarsjónarmið um það hvað hægt sé að gera og hvað ekki. Nýtt umhverfi krefst nýrra reglna.

Til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig þarf lika grundvallarkerfisbreytingar.

 

Burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nýja Ísland!

Vilborg Traustadóttir, 7.11.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Spurningin er í raun, þurfum við ekki að setja upp varnir gegn ásókn græðgisafla í auðlindirnar bæði erlendra og innlendra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.11.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband