Framtíðin er okkar...Burt með spillingarliðið

Pólverjar hafa sýnt Íslendingum vináttuþel. Það framlag sem þeir eru að bjóða skiptir miklu máli en annað sem skiptir líka miklu máli og kemur ekki fram í fréttum er hvort þetta hangi á IMF. Ef þetta hangir ekki á IMF losar það um snöruna sem Evrópuþjóðir hafa verið að reyna að flækja okkur í í gegn um IMF.

Á hvorn veginn sem málið er þökkum við Pólverjum fyrir þá vinsemd sem þeir hafa sýnt okkur.

Ég er algjörlega þeirra skoðunar að við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum ganga að ofurkröfum Breta og Hollendinga. Það þýðir einfaldlega framsal á lýðveldi þjóðarinnar. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur að fyrr skulum við japla á roði en afsala okkur fullveldinu og fyrr skulum við japla á roði en við látum hneppa börning okkar í skuldaánauð.

Við eigum okkar auðlindir, við eigum þekkingu til þess að nýta þær og við eigum okkar frelsi. Ég legg til að Björn Bjarnason hætti nú að eyða fjármunum okkar sem eru af skornum skammti í hervæðingar. Leggjum heldur krafta okkar í viðbúnað og uppbyggingu.

Bregðist IMF þurfum við á öllu okkar að halda. Bregðist IMF ekki þurfum við á öllu okkar að halda.

Burt með spillingarliðið


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já ótrúlegurtu lönd vilja koma til hjálpar, ég hefði haldið að Pólverjar ættu nóg með sig. Takk Pólland.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.11.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband