Friðsælt í miðbænum ....Ófriður ýktur

Ég var að koma úr miðbænum og sá engin læti. Fólk hafði uppi táknræna og frumlega tilburði til þess að sýna óánægju sína en allt fór friðsamlega fram meðan ég var í miðbænum. Fólki er heitt í hamsi hvort sem það er í miðbænum eða annars staðar.

Það er búið að ræna þjóðina og lögreglan er að vernda ræningjanna.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er kannski von að þjófarnir skjálfi vitandi upp á sig sökina. Gott að fá staðfestingu á því að mbl.is fer enn einu sinni frjálslega með staðreyndir. Það er auðvitað afar sorgleg staðreynd að þeir finni sig knúna til að færa allt til verri vegar fyrir mótmælendum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég þori ekki að leyfa krökkunum að vera í bænum. Unglingar verða oft fórnarlömb í svona fasisma.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:05

3 identicon

Nú fer ástandið að verða eldfimt. Ríkisstjórn og alþingi hafa lögin með sér. Löglega kjörin og eina leiðin er að kjósa nýtt fólk í næstu kosningum eða nýja flokka. Þess vegna verðum við að krefjast nýrra kosninga sem fyrst og fara svo fram í næstu kosningum. Hvort sem við gerum það sjálf eða aðrir sem setja almenning í fyrsta sæti. Hvort við gerum það í nafni gömlu flokkanna verður hver og einn að gera það upp við sig sjálfan en munum að ný framboð hafa ávalt eða oftast lognast út af. Einhver benti mér að best væri að berjast fyrir breytingum innan flokkanna, þá verður hver og einn að gera það upp sig og sína samvisku hverjum hann vilji tilheyra. Bara svona smá innlegg.

kv, ari

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband