Við viljum íslensku leiðina

Ég hlustaði á Sigurbjörgu í miðbænum í dag þar sem hún varaði við finnsku leiðinni. Ég vil leggja áherslu á það að við verðum að velja BESTU LEIÐINA.

Sofandaháttur, nýyrðasköpun og vígvæðing leysir ekki vanda okkar í dag. Það þarf að koma ríkisstjórninni í burtu hvernig sem það er gert. Hún starfar ekki lengur í okkar umboði.

Það eru til leiðir sem munu milda ástandið og nefni ég hér nokkrar

  1. Jöfnunaraðgerðir sem miða að því að taka af þeim sem bera of mikið úr bítum og færa til þeirra sem líða mikinn skort. ÞETTA ER HÆGT.
  2. Forgangsraða í stjórnsýslunni þannig að það sem varðar heilsu og uppeldi barna hafi forgang.
  3. Forgangsraða í innflutning (lyf og nauðsynjavörur)
  4. Efla útflutning, efla útflutning og efla útflutning (það eflir krónuna)
  5. Endurskoða húsnæðiskerfið
  6. Efla sjálfboðastarf
  7. Ráðast á ríkjandi gildi
  8. Útrýma spillingu hjá hinu opinbera og endurreisa þá hugmynd að hið opinbera eigi að þjóna almenningi.
  9. Efla smáiðnað, sprotafyrirtæki og ferðaiðnað (sbr útflutning)
  10. Meta þekkingu eftir gildi hennar
  11. Gera það að kröfu að kenna börnum að beita dómgreind í skólum landsins fremur en að læra utanbókar(sem krefst ekki dómgreindar)
  12. Breyta kosningakerfinu, efla lýðræði og gegnsæi í stjórnsýslu.

Og burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að efla útflutning, þýðir að setja framleiðslufyrirtæki í forgang hvað varðar gjaldeyri. Í hverju á endurskoðun húsnæðiskerfisins að felast?  Kannski má festa markaðverð húsnæðis nálægt brunabótamati og halda því þar, sem þýðir að margir þeir, sem mest eiga eignast máske meira, en það sem vegur gegn er að húsnæði er ekki lengur fjárfesting frekar en bílakaup.  Lánum skal skipt upp og brunabótamatið fært til höfuðstóls og rest sett á óákveðinn tíma á föstu gengi. (ofmatið sett á hold)Pæling. Það lækkar greiðslubyrðina.

Það sem þarf fyrst og fremst að gera er að reyna að gera ríkið eins straumlínulaga og hægt er. Draga úr stofnunum og ríkisfyrirtækjum sem litlum arði skila. 

Sósíaliseringin þarf að minnka og fólk einkavæða ber, þar sem hægt er. Nú stefnir allt í stærra og dýrara bákn og eftirlits og forsjárhyggju.  Þetta þarf að endurskoða. Það er t.d. ódýrara að borga öðru foreldri fyrir að vera heima en að reka öll þessi félagsúrræði fyrir börn. Þetta er meinbugur á samfélaginu að bæði foreldri skuli vera í hamsturshjólinu.

Hvetja ber þa sem eitthvað eiga og geta aflað gjaldeyris að setja hluta í góðmálma.  Búa til ankeri.  Verkefni ríkisins má að hluta manna með atvinnuleysisstyrkþegum í stað þess að láta fólk sitja heima. Einkaframtakið gæti einnig tekið þátt í því samstarfi með collectívum verkefnum, sem skapa gjaldeyri eða veita nauðsynlega þjónustu.

Hugmyndirnar eru margar.  Samsteypufyrirtæki ættu t.d. að skipta sér upp og leyfa afrakstri fyrirtækja sinna að skila sér til viðkomandi sveitafélaga. Þetta er t.d. hægt með að skrá fyrirtæki sem starfa úti á landi á þeim stöðum, sem þau eru en ekki láta skatttekjur renna til fjarlægra staða eða borgarinnar. Það er stór galli. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held annars að við gætum lært mikið af því að skoða Singapore, sem módel fyrir Ísland. Það er svona City state, sem er gríðarlega vel rekið og straumlínulaga.  Það er í 6 sæti hvað varðar heilbrigðisþjónustu á heimsvísu, en notar aðeins 4% tekna til að halda þeim standard. Þetta ber að skoða.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Jón Steinar það er margt sem þarf að endurskoða. Mér líst alltaf vel á þá hugmynd að starfsmenn eigi fyrirtæki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband