Ást á viðfangsefnum

 

Það er þrennt sem leiðbeinir okkur í lífinu, þ.e. tilfinningar, vitsmunir og skilaboð úr umhverfinu. Ef misvægi skapast á milli þessarar afla erum við líkleg til þess að lenda í vandamálum.

Samfélag okkar mótast af þeim öflum sem eru virkjuð á hverjum tíma. Hvað hvetur okkur til dáða fer eftir því hvernig við erum innrætt.

Það er mikilvægt að við ölum börnin okkar upp í gleði og ást á viðfangsefnum. Peningar gera okkur kleyft að eiga viðskipti við aðra og eru því bráðnauðsynlegir en í því kerfi sem við búum við í dag eru peningar bara plat.

Það sem hinir ríku eru að aðhafast í dag á ekkert skylt við ást á viðfangsefnum. Þeir eru að rústa viðfangsefnum annarra. Þeir eru að drepa niður ástríðu okkar og innri hvöt.

Þetta sem ég segi hér að ofan er sérfræðiálit. Þú, kæri lesandi, færð það frá mér án endurgjalds vegna þess að ég hef ást á mínum viðfangsefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Takk frábærar færslur hjá þér hver af annarri.

Rannveig H, 8.11.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég treysti þessu sérfræðiáliti þínu því það á sér samhljóm í mínum skoðunum á því hvað skiptir máli. Framkoma stjórnvalda gagnvart þjóðinni sem treysti þeim til forystu (verð reyndar að segja að ég gerði það ekki einkennist mjög af tvíbentum skilaboðum. Orð og gjörðir þeirra fara alls ekki saman. Skilaboð þeirra um það hvað almenningi er leyfilegt og svo það hvað þeir leyfa sér eru í hrópandi ósamræmi. Uppeldisfræðingar ættu að benda þeim á hvaða afleiðingar þessi framkoma hefur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er góð færsla. Hvenær á svo að stofna stjórnmálaflokkinn? Ég held að það hljóti að vera í deiglunni, þú átt heima það eins og fleiri!

Vilborg Traustadóttir, 8.11.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

þar......

Vilborg Traustadóttir, 8.11.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það eru margir búnir að benda Láru Hönnu á að þeir vilji sjá hana í stjórnmálunum, einhverjir hafa líka bent Katrínu Snæhólm á það sama og svo líka Marinó G. Njálssyni. Spurning hvort þið getið ekki stofnað saman stjórnmálaflokk

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála ég er með "Bloggaraflokkurinn"!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2008 kl. 14:34

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Meira segja komið nafn og allt og nafnið ekki að verri endanum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:58

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf að mynda nýtt stjórnmálaafl. Þeir sem eru á sviðinu fyrir eru fastir í hagsmunatengslum. Það þarf hreint borð

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband