Einn kominn í gæsluvarðhald!

231232_63_previewKröfur eru síháværari meðal almennings að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð vegna atburðarrásar undanfarinna vikna. Nú hefur lögreglan loks fundið einn sem stinga má í tugthúsið. Jú ungur maður hefur gert sig sekan um að klifra upp á alþingishúsið og draga þar að hún fána Bónus. Það stóð ekki á lögreglunni að bregðast fjótt við þessum glæp sem fólst í því að ungur maður vildi tjá sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Átakanlegt og lýsir spillingunni vel. Burt með spillingarliðið.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Lögreglan átti að láta þetta eiga sig, hann hefði komið niður á endanum, hvernig lögregla brást við, gerði ekkert nema að æsa fólk upp

Sigurveig Eysteins, 8.11.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek ofan fyrir þessum unga manni! Það er kannski ljótt en ég geri það samt í ljósi aðstæðna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta var einstaklega táknrænt!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"Ekki ófyndið" eins og Egill Helgason orðaði það.

Vilborg Traustadóttir, 8.11.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nær væri að handtaka þá sem eru að öllu jöfnu inni í Alþingishúsinu en þá sem príla utan á því.

Þeir síðarnefndu eru hættulegir sjálfum sér en hinir hættulegir samfélaginu.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 21:01

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hárrétt hjá þér Theódór!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:02

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það hefur margt verið brallað sem er hættulegara en að príla utan á því!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:26

10 Smámynd: Bergur Thorberg

Það hefði verið stílbrot hjá lögreglu, ef þeir hefðu gert þetta öðruvísi.

Bergur Thorberg, 8.11.2008 kl. 23:02

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thetta var ágætis framtak hjá stráknum. Tvhílíkur húmor. Hann situr ørugglega ansi stoltur í tugthúsinu.

Vona samt ad eggjakast og thadan af verra eydileggi ekki mótmælin, eda haldi fólki í burtu. Thad tharf ad leggja ríka áherslu á, ad thetta séu fridleg mótmæli, thannig ad fólk thori áfram ad mæta.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:18

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad eru ørugglega margir løgreglumenn sem eru líka í fjárhagsvandrædum, alveg eins og hinn almenni borgari. Thad hlítur ad vera skilningur fyrir mótmælunum hjá løgreglu ??? Eda hvad ?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:19

13 identicon

Umfram allt! Friðsamleg mótmæli. Munum eftir Ghandi og hans aðferð. Lögin eru með ríkisstjórninni og þingi. Löglega kjörin og allt það.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:21

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já við verðum að fara varlega í að katagórisera fólk. En mörgum einstaklingum er ekki treystandi. Ég er sammála því að almenningur tapar á því ef að það fara að verða einhverjar óeirðir. En það voru ekki óeirðir í bænum í dag. Þetta voru frekar strákalæti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:25

15 identicon

Sólveig, jú lögreglumenn eru fólk eins og við, þeir skilja okkur fullkomlega. Þeir eru ekki síður reiðir en við. Ef mótmælin eru friðsamleg, ekkert mál. Þeir verða einfaldlega að fylgja fyrirmælum ef það sýður upp úr.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:25

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segi bara allt betra en doðinn og deyfðin. Hvort sem eggjakast er vænlegt til árangurs eður ei.

"Nær væri að handtaka þá sem eru að öllu jöfnu inni í Alþingishúsinu en þá sem príla utan á því.

Þeir síðarnefndu eru hættulegir sjálfum sér en hinir hættulegir samfélaginu" tek undir þetta með Teodóri.

Rut Sumarliðadóttir, 9.11.2008 kl. 12:12

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það hafa margir verið okkur hættulegir innandyra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 13:11

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru þeir sem eru innandyra sem hafa vanvirt fánann og vanvirt þjóðina

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:10

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er búið að svívirða Alþingishúsið með því að gera það að vettvangi landráða. Það var gert inni í Alþingishúsinu. Það að draga upp bónusfánann var táknrænt og vel til þess fallið að vekja athygli á því sem búið er að gera.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:50

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hún má líka vera stolt af honum. Hann virðist ekki vera ómerkilegur taglhnýtingur neins!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:22

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef alþingishúsið er þitt þá er það líka hans ekki satt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband