Hverjir leysa vandann?

Lausnir vandamála taka gjarnan mið af því hvernig þau eru skilgreind. Upphafið er að við skynjum eitthvað í umhverfi okkar sem veldur okkur óróa. Þessi órói getur fengið okkur til þess að líta á fyrirbærið sem veldur óróanum sem vandamál.

Vandamálið tekur á sig mismunandi ásýnd og geta ríkjandi gildi haft þar sterk áhrif. Við skilgreinum vandamálin. Við segjum um vandamálið að það sé efnahagslegt, lögfræðilegt, félagstlegt, veðurfarslegt o.s.frv. Hvernig við skilgreinum vandamálið hefur ríkuleg áhrif á þann lausnapakka sem við veljum.

Það vandamál sem eru ofarlega í hugum landsmanna er óvissan um hvað hafi gerst, hvað er að gerast og hvað muni gerast. Órói landsmanna er mikill núna vegna þess að þeir hafa ekki fengið tækið (upplýsingar) sem nauðsynlegt er að þeir hafi til þess að gefa fyrirbærinu ásýnd og skilgreina vandamálið. Þetta gildir ekki bara um eðli vandamálsins heldur einnig umfang.

Landsmenn eru því margir hverjir staddir í ferli sem miðar að því að skilgreina vandann og skapa yfirsýn yfir það sem hefur gerst og er að gerast með það að markmiði að geta haft áhrif á það hvað muni gerast.

Margir finna nú til verulegs vanmáttar vegna þess að þeir vita að ástandið er erfitt og treysta ekki valdhöfum til þess að leiða þjóðina í gegn um vandræðin.

Valdhafar hafa sýnt það svo ekki verði um villst að hollusta þeirra liggur ekki hjá þjóðinni. Þjóðin treystir ekki valdhöfum og þann vanda þarf að leysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta sem þú segir hér finnst mér liggja svo í augum uppi að ég get bara ekki skilið að valdhafarnir geti neitað að horfast í augu við þessar staðreyndir. Á meðan almenningur fær engar upplýsingar eykur það aðeins á kvíðann og spennuna í samfélaginu. Þeir eru m.ö.o. að auka líkurnar á því að upp úr sjóði.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... með ófyrirsjáanlegum afleiðinugm

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þeir eru að sýna ótrúlega vanhæfni.

Burt með spillingarliðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband