Við köllum eftir bættu siðferði, aukinni hæfni og trúverðuleika.....Burt með spillingarliðið

Ég var að horfa á Silfur Egils á netinu og margt sem kemur þar fram ber vott um að hugmyndir um lausnir og umræðan sé að þróast.

Mér finnst hugmyndir Ársæls Valfells og Þórólfs Matthíassonar einkar athyglisverðar. Ég gagnrýndi ráðamenn harðlega í upphafi kreppu fyrir einstrengislegar hugmyndir. Ráðamenn hafa takmarkað allar lausnir við að steypa þjóðinni í meiri skuldir. Hugmyndin um einhliða upptöku á gjaldmiðli leysir um skuldaviðjar.

Ég fagna því þegar að hagfræðingar sem búa yfir góðum hugmyndum stíga fram. Það þarf að koma yfirvöldum frá til þess að koma einstaklingum að sem ekki eru frosnir við hugmyndir um meiri skuldasöfnum.

Þá var Vilhjálmur Árnason einnig athyglisverður enda heimsspekingur.

Ég hef talað nokkuð um það hér að við þurfum að huga að því hvers eðlis þau vandamál eru sem við stöndum frammi fyrir var. Við þurfum einnig átta okkur á rót vandans.

Ástandið í þjóðfélaginu í dag er frjór jarðvegur fyrir jafnvel ennþá meiri spillingu. Ástandið er kvikult og því er nauðsynlegt að almenningur sé á verði og veiti aðhald.

Það þarf að knýja fram breytingar sem fela í sér bætt siðferði, meiri hæfni í stjórnsýslu og aukið traust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það þarf að steypa þeim mönnum af stóli sem standa í vegi fyrir þessum og fleiri góðum hugnmyndum. Nú er ekki tími fyrir neitt mas, það þarf róttækar aðgerðir-strax!

Vilborg Traustadóttir, 9.11.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mér lýst vel á skrif thín Jakobína. Fródlegt.  Takk fyrir ad vilja vera bloggvinkona.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sömuleiðis þakka ég fyrir bloggvináttu þína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband