..Viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum?

Á forsíðu fréttablaðsins er frétt af því að einhverjir óttist hörð viðbrögð við einhliða upptöku nýs gjaldmiðils. Það má spyrja hvað gengur þeim aðilum til sem eru mótfallnir því að nýr gjaldmiðill sem mælir á lögmætan hátt styrk þjóðarinnar til viðskipta við önnur lönd verði tekinn í notkun hér.

Það að þvinga Íslendinga til þess að halda í gjaldmiðil sem ekki mælir á raunsæjan hátt viðskiptastyrk Íslendinga er í rauninni dulbúin viðskiptaþvingun.

Þessi ótrúlega harka verður einungis skýrð með því að forssvarsmenn þjóðarinnar hafi kallað yfir sig reiði annarra þjóða ekki ólíkt og Saddam Hussein gerði á sínum tíma þegar hann kallaði viðskiptaþvinganir yfir þjóð sína sem leyddi til mikils barnadauða.

Það þarf að skipta um forystu til þess að hægt sé að taka upp eðlileg samskipti við aðrar þjóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er skelfileg staða. Þegar á það er litið aðþetta eru einkafyrirtæki sem um er að ræða. Það er ekki hægt að stilla okkur svona upp við vegg. Jafnvel þó við séum klaufaleg!

Vilborg Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er eins og leikhús fáránleikans!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband