þess vegna þurrkuðu Bretar út skuldir Íslendinga við Icesave

Ég hef látið það í ljós oftar en einu sinni að ég treysti ekki ríkisstjórninni til þess að leiða þjóðina í gegn um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna. Fyrir nokkru síðan benti ég á það hér á blogginu að Bretar hefðu tekið ábyrgð Íslendinga á Icesave af þeim með því að yfirtaka Landsbankann. Þetta setti ég fram 27 október og er enn sömu skoðunar.

Bretar tóku málið úr höndum Íslendinga og þess vegna tóku þeir möguleika Íslendinga til þess að hafa áhrif á framgang málsins frá þeim. Valdið er því nú Bretanna og ábyrgðin líka.

Eignir Landsbankans í Bretlandi eru því nú eignir lánadrottnana, þ.e.a.s. eignir Icesave innistæðueigenda. Bretar verða að svara Icesave eigendum fyrir það hvernig nú er verið að fara með eignir Landsbankans. Tryggingasjóður innistæðueigenda hefur þrjá mánuði til þess að gera upp við innistæðueigendur samkvæmt reglum sjóðsins.

Sjóðurinn er því ekki kominn í vanskil við innistæðueigendur fyrr en að þessum þrem mánuðum liðnum. Þetta þýðir að aðför Breta að Landsbankanum var með öllu óréttmæt og með því að hrifsa til sín útibúið hrifsuðu Bretar til sín allar skuldbindingar þess. Líka við Icesave.

Nú virðist ríkisstjórnin ekki hafa dómgreind eða rökhyggju til þess að beita þessum rökum fyrir sig og er það áhyggjuefni. Eigum við að treysta þessu fólki fyrir framtíð okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður punktur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 20:43

2 identicon

Hárrétt,  þú ættir kannski að senda þingmönnum bréf þessa efnis, held þeim veiti ekki af, þá geta þeir allavega ekki sagt að þeir séu að koma af fjöllum hvað þetta varðar.

(IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Var sammála þér þá og er það enn!

Vilborg Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurlaug, búin að því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta segir Eiríkur Bergmann en segir ríkisstjórnina ekki tilbúna að ræða það

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Hólmdís það er skrýtið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Neddi

Svo er fólk hissa á því að menn krefjist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum.

Neddi, 11.11.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fínn pistill hjá þér.

Getur verið að Bretarnir séu að reyna að koma okkur í ESB?

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 22:03

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er allt svo skrýtið að maður áttar sig ekki á tilganginum. Ferlega aggressívt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:28

10 identicon

Gott þá eru þeir í bænum hvað það varðar, hefur einhver þeirra svarað þér???

Kv Sigurlaug

(IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:03

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, nokkrir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:29

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið er ég ánægð að þú sendir þessa skynsamlegu ábengingu til þingmanna! Vona að þeir kunni að meta hana en stingi henni ekki undir stól eins og svo mörgu skynsamlegu sem þeim hefur verið bent á undanfarin misseri

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:16

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

10% svöruðu mér strax og höfðu lesið bréfið. Allir jákvæðir. Ég sendi þetta bréf í kvöld

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:21

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er jákvætt að heyra það Frábært framtak hjá þér!! Eg verð svona mjúk og þakklát í hjartanu fyrir að við eigum svona snjalla og orðheppna konu eins og þig sem nær eyrum þingmannanna. Þetta er eflaust væmið en ég varð bara að koma þessu til þín

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:26

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Úps en sætten takk fyrir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:33

16 identicon

Já, fylgist spenntur með. Þú mættir fara birta okkur svörin.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband