Mótmæli í dag

Vill þjóðin leyfa yfirvöldum að halda ÁFRAM á sömu braut? Er ekki komið nóg?

Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána Íslendingum peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi ríkisstjórn. Þetta kostar íslenskan almenning gífurlegar fjárhæðir sem hleður utan á sig með hverri mínútu sem líður. Ríkisstjórnin vill hins vegar ekki víkja af ótta við að upp komist um spillinguna sem hún heldur utan um.

Hverju höfum við að tapa? Er þjóðin ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota? Er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?
 Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um alþingishús okkar Íslendinga!

Friðsamleg mótmæli við alþingishúsið klukkan 12:00 í dag! (miðvikudaginn 12 nóvember).

Hvetjið alla - ALLA - til að taka sér hádegishlé, mæta, og sýna samstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband