Klúður í alþjóðasamskiptum

Komið hefur fram í fréttum útvarps að deilan um Icesave hafi ekki verið nægilega vel skilgreind hér á landi. Sérfræðingur heldur því fram að deilan snúist fyrst og fremst um að neyðarlögin hafi skapað ójöfnuð gagnvart þjóðerni innlánseigenda og þar með skapað óvild Breta og Hollendinga. Þetta kemur heim og saman við samtala Árna Matt og Darlings.

Þetta er ekki allur vandinn og nokkur einföldun. Hins vegar er þetta augljósasta klúður ríkisstjórnarinnar.

Hverjir áttu innistæður yfir 3 milljónir (trygginguna) það væri gott að fá lista yfir það fólk vegna þess að þjóðin er búin að fórna ansi miklu fyrir það.

Hugleysi ríkisstjórnarinnar sem vildi vernda pólitíska hagsmuni skapaði alvarlegt vandamál. Allt er nú stíflað, eignir brenna upp og ekki sér út úr óvild annarra þjóða. "snilldarbragð" ríkisstjórnarinnar snérist í höndum þeim.

Nú koma stjórnmálamenn fram og eru sannfærðir um hitt og þetta en geta ekki fært nokkur rök fyrir máli sínu. Er ekki kominn tími til þess að þessir menn stígi til hliðar og játi sig sigraða af aðstæðum sem þeir ráða ekki við.

Sú ríkisstjórn sem situr að völdum núna hefur aflað sér óvildar meðal þjóðanna. Til þess að komast úr þeim niðurkúrs sem þjóðin er komin í þurfa stjórnvöld að víkja og nýtt fólk með ferskar hugmyndir að komast að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er augljóst að þjóðin þarf að taka hluta af þessum skelli. Hún er að gera það núna margfalt! Hver Íslendingu er að tapa miklu meira en sem nemur innlánum þeirra. Það er gjörð ríkisstjórnarinnar.

Það er þó svo að sjálfir glæframennirnir eiga svara til saka fyrst. Kannski eru þeir ekki allir íslenskir! Það er einhver ótrúlegur heigulsháttur í gangi hjá stjórnvöldum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér finnst vanta skilgreiningu á þeim hagsmunum sem verið var að vernda. Hversu margir Íslendingar áttu meira en 3 milljónir í bankabók sem féllu undir innistæðutrygginguna.

Það voru örugglega mun minni hagsmunir en þetta

Gestur Guðjónsson, 12.11.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er einmitt máli!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er orðið mjög aðkallandi að koma þessari ríkisstjórn frá.  Hún er rúin trausti innanlands og utan og gjörsamlega ófær um að semja fyrir okkur í þessu klúðri.

Það á að vera hlutverk okkar (almennings) að koma þessum stjórnvöldum frá með öllum ráðum.  Aðeins þannig eigum við einhvern séns í að gera okkur trúverðug aftur í augum annarra þjóða.

Magnús Sigurðsson, 12.11.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband