Ábyrgð ráðherra og vald Alþingis

Jóhann Hauksson vekur athygli á því í pistli í DV að Alþingi hafi vald til þess að kalla ráðherra til ábyrgðar.

Þar segir m.a.

"Í fyrstu grein laganna segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar hafi hann „annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“.
Í áttundu grein d-liðar sömu laga segir að það varði ábyrgð ráðherra „ef hann verður þess valdandi að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins“.
Loks verður ráðherra sekur eftir b-lið 10. greinar sömu laga „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldurxd-003 því að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þessi sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“.
Í þrettándu grein laganna segir að hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er samkvæmt lögunum, skal dæma hann til að greiða skaðabætur jafnframt refsingunni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er góð ábending. Sendu þetta á þingmennina okkar. Auðvita eiga þeir að taka þessa menn á teppið sem heimiluðu með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi að íslenska þjóðin var veðsett fyrir þúsund milljarða á tveim árum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já það var nú það, ætli þeir breyti ekki bara lögunum. Kvitt og knús, kíktu á frænkur þínar á blogginu mínu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 12.11.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hér í dk. er hægt ad fá "rigsretsag" og hefur verid gert i Tamil-sagen. Thekki málid ekki sjálf, en hef heyrt um thad. Hef verid spurd, af hverju íslendingar (einstaklingar eda hópar) fari ekki í mál vid ríkisstjórnina. En veit ekkert nánar um málid.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 02:32

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ætli almenningur sé ekki of blankur til þess að kosta málaferli. Samtök hafa verið frekar ónýt fram að þessu en kannski á það eftir að breytast.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband