Tíu milljarðar í utanríkisþjónustu?

Nú er mikið rætt um sparnaðartillögur í utanríkisþjónustunni og er það vel. Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið til utanríkisþjónustu.

Við verðum allaf að spyrja okkur hvað við erum að fá fyrir þá fjármuni sem að við erum að leggja í starfsemi. Það fór ekkert á milli mála þegar deilan komu upp við Breta að sendiráðið í London var handónýtt.

Að raða afdönkuðum pólitíkusum og handónýtum vildarvinum í störf er hættulegt þjóðinni. Það er betra að vera ekki með þessi embætti en að halda uppi ónýtum embættum því að í því liggur viss blekking. Menn halda að til staðar sé kerfi sem heldur utan um hlutina og sofa því á verðinum.

Tíu milljarðar sem eytt er í utanríkisráðuneytið á ári eru ekki að skila neinu. Þessa fjármuni er verið að taka frá heilbrigðis-, félagsmála- og menntakerfi.

Þessar gríðarlegu fjárhæðir sem eru settar í þennan leikaraskap spegla vel virðingarleysi stjórnvalda við almenning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég gerði mér ekki gein fyrir að þetta væru svona gríðarlegir fjármunir. Þetta á að skera niður í tvo til þrjá milljarða. Það er nóg að hafa sendiráð í Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Brussel, Peking og Kanada. Hinu öllu á að loka.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mig minnir að þeir séu 13 milljarðarnir.

 Þeir hafa nú ekki allir verið til sóma utanríkisráðherrarnir heldur og ekki eykst virðing þeirra að meðaltali um þessar mundir.

Sigurður Þórðarson, 13.11.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Enda skilar þetta okkur engu nema einangrun á vettvangi "vinaþjóða"!!

Vilborg Traustadóttir, 13.11.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er ekki að þjóna okkur vel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband