Þjónar almennings

Hróp heyrast víða að úr samfélaginu. Fólk vill fá svör og skýrar línur. Hegðun stjórnvalda frá því bankakerfið hrundi hafa einkennst af fumi og gerræðislegum ákvörðunum.

Á hverjum degi eru mistök, leynimakk og spilling afhjúpuð. Stjórnvöld hafa í fjölmörgum aðgerðum undanfarnar vikur hunsað landslög, gert sig ber að ósannindum og ófagmennsku.

Svið stjórnmálanna minnir á skæruhernað. Gripið er til aðgerða af lítilli fyrirhyggju og langtímasjónarmið hunsuð. Í mörgum tilvikum er óskiljanlegt hverra hagsmuna er verið að gæta.

Hinn almenni borgari reynir að finna ró með því að reyna að lesa í stöðuna en því dýpra sem er kafað því meiri verður ringulreiðin, vantraustið og ráðaleysið. Hættur steðja að úr öllum áttum, óvild annarra þjóða, atvinnumissir, eignamissir og það sem kannski erfiðast er fyrir þjóðina; brostin sjálfsmynd.

Ástandið sem ríkir í landinu verður ekki rakið til annars en röð pólitískra mistaka. Vanhæfnin sem liggur til grundvallar mistökum stjórnmálamanna og embættismanna hefur verið að byggjast upp til fjölda ára og má rekja til þeirrar stofnanamenningar sem þróast hefur í stjórnarráðinu.

Á þeim bæ hefur fólk (aðallega karlmenn) skilgreint stjórnmálin sem „business" og fylgt stefnu eða stefnuleysi sem gengur þvert á skynsemi og velferð þjóðarinnar. Sú þekking sem byggð hefur verið upp í stjórnarráðinu er ekki þekking sem er nothæf í stjórnsýslu og í forystu ríkismála.

Til þess að leiða þjóðina farsællega þarf stjórnarráðið að byggja upp þekkingarmenningu sem hefur í fyrirrúmi velferð borgaranna. Þekkingarmenningu sem virðir það hlutverk stofnana að þjóna almenningi. Virðir sitt hlutverk sem þjón almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Mikið er ég sammála þér það er eins og ríkisstjórnin hafi ekkert skipulagsvit fálma bara út og suður og allt í klandri, stað þess að skipts liði og lát alla ver að gera eitthvað skipta málaflokkunum á milli sín og hver stjórni sýnum málaflokki´þá er eins og forsætisráðherra og stundum viðskiptaráðherra séu þeir einu að vinna  Jóhann hefur að vísu verið á fullu í sínu ráðaneiti hinir sitja og bíða með hendur í skauti.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.11.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband