Börnin í skuldaánauð!

Á að selja framtíð barna okkar til þess að leysa þann vanda sem ríkisstjórnin hefur kallað yfir okkur með neyðarlögunum. Forsætisráðherra segir skv. fréttum mbl.is:

„Það er enginn góður kostur í þessari stöðu þannig að við þurfum að velja leið sem lágmarkar tjónið fyrir okkur,"

og 

„Það þurfa auðvitað allir að slaka á einhverju þegar verið er að reyna að ná sáttum,"

Mikið liggur á skv. máli ráðherra en vonandi mun flaustrið ekki draga þjóðina niður á botn fátæktar um ókomin ár því forsætisráðherra líkur máli sínu með því að segja: „Þannig að það er mjög brýnt að hrinda þessum hindrunum úr vegi sem enn eru til staðar." Og hvers vegna, jú til þess að hægt sé að ljúka fjárlögum.

Er ekki komin tími til þess að forsætisráðherra fari að endurskoða forgangsröðun sína?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband