Viljum við að innistæður okkar séu tryggðar með svita barna okkar?

Yfirlýsing hefur borist frá forsætisráðherra að innistæður landsmanna séu ekki í hættu. Ef Bretar eru að krefjast þess jafnræðis, að Íslendingar sitji við sama borð og Bretar, þá eiga stjórnvöld að gefa það eftir fremur en að dæma börnin okkar í fátækt.

Yfirlýsing forsætisráðherra vekur upp spurningar um það hverra hagsmuni er verið að gæta.

Í neyðarlögum og einnig í samtali Árna Matt við Darling kemur fram að ríkisstjórnin greip til þess ráðs að mismuna innistæðueigendum á grundvelli þjóðernis. Íslendingar skyldu fá innistæður sínar að fullu bættar og erlendur innistæðueigendur sitja á hakanum.

Þetta atriði veikir nú samningsstöðu ríkisstjórnarinnar. Ætlar ríkisstjórnin að halda þessari mismunun til streitu og leggja hundruð milljarða skuldir á herðar barna okkar fyrir vafasama hagsmuni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

"Innistæður landsmanna eru ekki í hættu"!!

Vita innistæðueigendur hver staða þeirra er?

Ég er búinn að reyna mikið undanfarna daga til að fá upplýsingar frá Landsbankanum um tryggingu inneignar minnar hjá þeim.

Ég hélt það yrði einfalt mál en fjórir þjónustufulltrúar skelltu á mig með frasanum " Ég Kýs að ljúka þessu samtali".Ég hélt samt áfram að hringja og fékk að lokum samband við fulltrúa sem virtist verki sínu vaxin. Hún sagði málið flókið: Annars vegar væri lögum samkvæmt trygging á bankainnistæðu einstakra kennitöluhafa takmörkuð við Euro 20.887,00 en hinsvegar hefðu "ÞEIR" sagt að allr innistæður væru trygggðar að fullu.

Inneign mín er , eins og krónan stendur í dag, yfir krónuvirði þessara euro tryggingarmarka svo ég spurði hana hvað ég gæti gert .

Þessi elska spurði mig hvort ég ætti kannski einhvern ættingja , gamla frænku eða einhvern, sem gæti tekið á sinn reikning það sem ég ætti umfram lagalegu trygginguna..án þess að lenda í hættu.

Púnkturinn er að mér var sagt af þjónustufulltrúa Landsbankans að trygging ´a innistæðum Íslendinga í íslenskum bönkum væri lögum samkvæmt Euro 20.887,00 á kennitöluhafa, hve marga bankareikninga sem þeir kynnu að hafa á sínu nafni.

Er ég sú eina sem vissi þetta ekki?

Er þetta kannski ekkert alvarlegt?

Agla, 13.11.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þessi óvissa gerir fólki lífið erfitt. Fótunum hefur í raun verið kippt undan okkur. Það sem við héldum að væri er ekki og það er sársaukafullt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband