Þurfum ekki IMF

Hvað gerist ef við þyggjum ekki lán IMF? Prófessor Adler hefur útskýrt það í stuttu máli:

„Ef landið fengi ekki lánið þá myndi lífið ganga sinn vanagang en krónan myndi verða enn ódýrari gagnvart evru og bandaríkjadollar. Það myndi örva útflutning enn frekar en innflutningur myndi dragast saman með sama móti, vegna ódýrrar krónu. Færri Íslendingar myndu ferðast til útlanda en fleiri ferðamenn kæmu hingað í staðinn, með tilheyrandi tekjum. Ef Íslendingar fengju lán þá fælist ahættan fyrst og fremst í því að þeir sjóðir sem IMF myndi gera tiltæka með þátttöku annarra ríkja, gæti haft í för með sér að ríkið héldi áfram að reyna að viðhalda sterkri krónu. Ég held að besta lausnin fælist í því að Ísland myndi samþykkja áætlun IMF fyrir íslenskan efnahag en afþakka fjármagnið. Áhættan er mikil að IMF peningunum verði sóað og stjórnvöld reyni að viðhalda styrk krónunnar."

Ég tek undir það sem Adler segir hér að ofan. Hann reyndist sannspár þegar hann spáði kreppunni ef stjórnvöld gripu ekki inn í.


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er öldungis rétt hjá Aliber, nema við ættum einnig að taka upp Dollarann. Það er sterkasti leikurinn í stöðunni, en því miður er að koma í ljós að Ingibjörg hefur skaðaðst varanlega af veikindum sínum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eigum við nokkurn annan kost en að fara með trúarjátningu íslenskra pólitíkusa.

"Það er mikill misskilningur að hér eigi einhver að segja af sér. En við munum að sjálfsögðu axla alla ábyrgð á þessu mál. Við munum fara vandlega yfir allt það sem úrskeiðis fór og draga af því lærdóm!"

Árni Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Amen

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:31

4 identicon

Svo eigum við að borga 5% vexti af láninu. Er það ekki nokkuð vel í lagt?

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta verður erfitt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband