Hvað gera Íslendingar?

Fann þessa skemmtilegu færslu á http://blogg.visir.is/arikuld/

"Hannes Hólmsteinn sagði eitt sinn að sjálfstæðismenn vildu græða á dagin, grilla á kvöldin og láta foringja sinn um stjórnmálin. Mér sýnist meiri hluti landsmanna vera sjálfstæðismenn. Aðeins rúm 4.000 hafa skráð sig á www.kjosa.is Á sama tíma hafa 30-40 þúsund manns skráð sig á einhverja síðu sem mótmælir veru RÚV á auslýsingamarkaði í þeim tilgangi einum að verja Skjá einn falli.

Ergó: Meiri hluti íslendinga vill blæða á dagin fyrir stefnu sjálfstæðisflokksins og horfa á skjá einn á kvöldin. Hinir eins og ég rífa kjaft á blogginu og skreppa í mótmæli á laugardögum. Guði sé lof fyrir bloggið. Bless á meðan."

Hvað segja menn við þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála því. En samlíkingin er samt skondin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skemmtileg tenging. Ég geri ráð fyrir því að það sé frekar unga kynslóðin sem horfir á Skjá Einn og það er virkilegt umhugsunarefni af hverju hún (og sennilegafleiri) hefur meiri áhyggjur af framtíð uppáhaldsstjónvvarpsstöðvarinnar sinnar en skuldaklafanum sem er verið að binda saman handa henni í veganesti út lífið

Ég skil ekki alveg af hverju þeir eru ekki löngu komnir yfir 40.000 sem eru búnir að skrá sig kjosa.is. Við þurfum kannski að gera átak í að auglýsa slóðina?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það getur verið að það þurfi að auglýsa betur. En ég held að tenging þín við aldur hafi nokkurn rétt á sér. Unga fólkið í dag hefur mótast á tímum ný-frjálshyggjunar og það verður átak fyrir það að "fatta" blekkingarnar. Ég hef satt að segja nokkrar áhyggjur af því að það verði of lengi að taka viðmiðsbreytingum. Grunngildin þurfa að breytast.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:47

4 identicon

Ég vinn með mörgu yngra fólki (shit hvað maður er að verða aldraður, samt finnst mér ég vera hálfgerður krakki ) og það er óðum að fatta lífið. Grunngildin síast hratt inn hjá þeim þessi dægrin. Flest þeirra eru afar reið yfir ástandinu, finnst þau hafa verið blekkt og svikin sem er staðreynd. Engin þeirra eru sátt við framkomu stjórnvalda og afleiðingar aðgerðaleysis þeirra, hvað þá framgöngu bankana undanfarin ár. Við eigum von í þessu unga fólki og ég á ekki von á öðru en þau munu takast á við framtíðina með reisn og stórhug. Þau elska landið eins og við sem aðeins eldri erum og vilja því aðeins það besta. Við þurfum að útskýra málin fyrir þeim eins vel og við getum, hvetja þau til að taka þátt í umræðunni og verða gerendur í þjóðfélaginu - ekki láta mata sig.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:26

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott að heyra Ari. Ungt fólk hefur líka svo mikinn sveigjanleika og dugnað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:05

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

 kannski eitthvað til í því....

Vilborg Traustadóttir, 14.11.2008 kl. 16:10

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna er ég svo hjartanlega sammála þér. Mér sýnist helst að stjórnvöldum hafi tekist það ætlunarverk sitt að gelda þessa þjóð svo að hún lætur allt sem vind um eyrun þjóta sem stjórnvöld aðhafast.

Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband