Er þetta löglegt?

Rakst á þetta á bloggi:

"Ég er stödd hjá systur minni á Akureyri sem var sagt upp hjá Landsbankanum hér. Hún var mjög vel liðin í starfi og fékk góð meðmæli frá útibússtjórum.  Ekki virðist heldur hafa verið um sparnað að ræða þar sem önnur kona sem var hjá Landsbankanum í Luxemburg var ráðin í starfið hennar.  Á sama tíma og Landsbankinn á Akureyri segir upp fimm starfsmönnum (einn ráðinn í staðinn) þá eru tveir útibússtjórar þar.

Þetta finnst mér undarlegt í ljósi þess að umfang bankans minnkar verulega en annar á að sjá um málefni einstaklinga og hinn fyrirtækja."

Getur ríkið nú bara rekið fólk og ráðið án þess að taka tillit til þess sem skrifað er í lög um réttindi og skildur opinberra starfsmanna?

Þurfa stofnanir ríkisins ekki að starfa í anda þeirra laga eða má siðspillingin bara ráða?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband