Hvers vegna yfirvöld gefa óskýr svör: í kjöltu valdsins

Það hefur hvarflað að mér að svör yfirvalda geti ekki verið skýrari en hugsun þeirra og aðgerðir. Þegar litið er til baka má sjá að allar aðgerðir yfirvalda hafa markast af stefnuleysi og glundroða.

Stefna ríkisstjórnarinnar sem byggist á hugmyndafræði sjálfsstæðismanna felur í sér regluleysi og afskiptaleysi nema þegar kemur að því að raða innvígðum í stjórnunarstöður hjá því opinbera og verja flokkinn.

Sú þekking sem byggð hefur verið upp hjá því opinbera hefur verið mótuð til þess að þjóna stefnu sjálfstæðisflokksins.

Stofnanakúltúrinn sem hefur mótast felur í sér lítilsvirðingu við landslög, mannréttindi og lýðræði. Þegar upp koma vandamál er þeim sópað undir teppið með ráðum sem lengi hafa verið í þróun í stjórnarráðinu. Þekking sem felur í sér að leysa vandamál almennings er ekki til.

Stofnanirnar hafa tekið upp hlutverk varðhundsins sem ver húsbóndann, valdhafann. Nú er svo komið að valdið er hrætt og grípur til örþrifaráða.

Stjórnvaldið hefur lengi ástundað það að beita almenna borgara andlegu ofbeldi. Ofbeldið tekur á sig skýrari mynd og verður örvæntingafyllra eftir því sem hræðsla valdhafa eykst. Forsætisráðherra fetar nú í fótspor fyrirrennara síns með hroka, uppnefningum og misnotkun á tungumáli okkar. Þetta er gengið svo langt að merking tungumálsins virðist vera orðin forsætisráðherra óljós. Hann veit ekki hvað hann á að kalla mótmæli almennings sem bera greinileg merki um samstöðu almennings sem vill breytingar.

Nú grætur því valdið. Þeir sem hvílt hafa mjúkt í kjöltu valdsins meðan aðrir hafa unnið heiðarleg störf kunna ekki lengur að hugsa skýrt. Þeir hafa ekki náð eðlilegum þroska og skilja ekki tilgang lífsins. Þeir eru háðir kjöltunni og geta ekki komist af á eigin spýtur. Nú er kominn tími til þess að þetta fólk þroskist. Yfirgefi kjöltuna og standi í eigin fætur. Kannski að menn geti þá farið að hugsa skýrt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill hjá þér Jakobína.  Mér hefur verið hugsað til þess ef forsætisráðherra hefði borið gæfu til að koma strax í byrjun þessarar kreppu, fram fyrir alþjóð og biðjast afsökunar á þeim misstökum sem gerð hafa verið og biðja þjóðina í einlægni að gefa sér og ríkisstjórninni móralskan stuðning meðan leiða væri leitað til sem bestrar niðurstöðu.  Sagt að allar uppbyggilegar hugmyndir væru vel þegnar sama hvaðan þær kæmu.

Í staðin valdi forsætisráðherra og ríkisstjórn að tala til þjóðarinnar á þann hátt sem allir þekkja og stunda sínar aðgerðir í leyni.  Þess vegna stig magnast mótmælin og æ fleiri sjá að valdhafarnir verða að víkja

Magnús Sigurðsson, 15.11.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Valdhafar hafa afhjúpað vanmátt sinn sem aldrei fyrr

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband