Íslendingar hafa ekki efni á að ganga fram hjá hæfasta fólkinu!

Jón Steinsson hefur þetta um stöðuveitingar að segja á Vísi.is:

„Er nema von að allt sé að fara til fjandans á Íslandi þegar trekk í trekk er gengið fram hjá hæfasta fólki landsins og afdankaðir stjórnmálamenn, skyldmenni þeirra og aðrir flokkshestar eru ráðnir í margar helstu stöður innan ríkisins,"

Og hann heldur áfram:

 „Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu Seðlabankastjóra er gott dæmi. Aðgerðir hans og ummæli á síðustu vikum og mánuðum hafa gert það að verkum að fjöldi erlendra stórblaða hefur birt greinar sem hæðast að honum og hæðast í leiðinni að íslensku þjóðinni. Við þurfum að lifa með afleiðingum pólitískra ráðninga ekki bara í Seðlabankanum heldur einnig í dómskerfinu, lögreglunni, utanríkisþjónustunni, heilbrigðiskerfinu, ráðuneytunum, ríkisstofnunum, ríkisfyrirtækjum og víða annars staðar. Við líðum öll fyrir þessar ráðningar á hverjum degi þótt það sé ekki augljóst nema þegar allt ef komið í óefni,"

Að lokum segir Jón:

Einu dæmin um slíkt hafa með smámál að gera eins og bílakaup, laxveiði og nú síðast að reyna að koma höggi á samherja. En þegar hundruð milljóna tapast og nú í seinni tíð hundruð milljarða gerist ekkert. Meira að segja George Bush þurfti á endanum að láta Donald Rumsfeld, Michael Brown og Alberto Gonzales fara. Á Íslandi hefðu þessir menn setið sem fastast,"

Hann bætir við að Íslendingar hafi ekki efni á því að ganga fram hjá hæfasta fólkinu þegar kemur að stjórn mikilvægustu stofnana landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kórrétt     allir á Austurvöll

Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ríkistjórnin virðist ekki treysta neinum til að vinna í málum koma með framtíðar sín og aðgerðaráætlun hún er greinilega hrædd við framtíðina og óttast að tillögur frá öðrum verði henni ekki þóknanleg.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.11.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Valdið er hrætt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband