Erlendar skuldir aukast enn

Í gær töluðu valdhafar eins og þeir væru að leysa vanda þjóðarinnar með því að gera þjóðina ábyrga fyrir skuldum vegna Icesave. Lítið hefur verið talað um aðrar skuldir þjóðarbúsins. Gríðarlegar skuldir í sjávarútvegi, skuldir Landsvirkjunar og skuldir annarra fyrirtækja sem nú horfa mörg hver í þrot skapa vanda fyrir þjóðarbúið.

Árið 2006 voru afborganir af erlendum lánum 93.4% af öllum útflutningstekjum Íslendinga samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þetta þýðir að ekki hefur verið hægt að fjármagna neyslu Íslendinga á erlendum afurðum öðruvísi en með erlendum lánum um nokkurt skeið. Þessi vandi sem þýðir endalausa skuldasöfnun ef ekki er gripið til aðgerða hefur fengið litla athygli. Árið 2006 fóru yfir 30% útflutningstekna í að greiða vaxtakostnað vegna erlendra lána.

Neyðarástand hefur því ríkt í landinu í fjölda ára en reikningarnir hafa verið faldir fyrir almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég verð að segja að blaðamannafundurinn sem ég held að þú hljótir að vera að vísa í varð eingöngu til þess að auka áhyggjur mínar. Mér fannst bæði Geir og Ingibjörg Sólrún koma þannig fram að ég fékk á tilfinninguna að þau væru annaðhvort í mjög alvarlegu losti eða alls ekki í tengslum við veruleikann. Það síðarnefnda er gjarnan afleiðingar hins... en allt um það niðurstaðan er alltaf sú sama. Þau ráða ekki við verkefnið! Það er þess vegna eins og þau séu að „kóa“ með hvort öðru

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þessu. Það er ekki sú geta sem til þarf þarna og í raun hrikalegt að þau skuli ekki víkja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband