Betri framtíð

Varað hefur verið við finnsku leiðinni til lausnar kreppunni en henni fylgdu margir annmarkar. Ég vil leggja áherslu á það að við verðum að velja BESTU LEIÐINA.

Sofandaháttur, nýyrðasköpun og vígvæðing leysir ekki vanda okkar í dag. Það þarf að koma ríkisstjórninni í burtu hvernig sem það er gert. Hún starfar ekki lengur í okkar umboði. baby

Það eru til leiðir sem munu milda ástandið og nefni ég hér nokkrar

1. Jöfnunaraðgerðir sem miða að því að taka af þeim sem bera of mikið úr bítum og færa til þeirra sem líða mikinn skort. ÞETTA ER HÆGT. (það verður að vera bæði plús og mínus annars gengur dæmið ekki upp)

2. Forgangsraða í stjórnsýslunni þannig að það sem varðar heilsu og uppeldi barna hafi forgang.

3. Forgangsraða í innflutningi (lyf og nauðsynjavörur)

4. Efla útflutning, efla útflutning og efla útflutning (það eflir krónuna)

5. Endurskoða húsnæðiskerfið (þær hugmyndir sem nú er verið að viðra þýða bara að vandanum er ýtt fram á við)

6. Efla sjálfboðastarf

7. Ráðast á ríkjandi gildi

8. Útrýma spillingu hjá hinu opinbera og endurreisa þá hugmynd að hið opinbera eigi að þjóna almenningi.

9. Efla smáiðnað, sprotafyrirtæki og ferðaiðnað (sbr útflutning)

10. Meta þekkingu eftir gildi hennar

11. Gera það að kröfu að kenna börnum að beita dómgreind í skólum landsins fremur en að læra utanbókar(sem krefst ekki dómgreindar)

12. Breyta kosningakerfinu, efla lýðræði og gegnsæi í stjórnsýslu.

Og burt með spillingarliðið!

Efnahagsvandinn verður ekki leystur á sársaukalausan hátt. Spurningin snýst fyrst og fremst um það hverjir eiga að finna til. Ríkisstjórnin, eins og hún kemur fyrir sjónir almennings núna, er að setja mesta orku í að fyrra vini sína sársauka. Það á að ýta meinunum yfir á almenna borgara og því er almenningi misboðið.

Eitt vitum við í dag. Íslenska þjóðin skuldar mikið. Eigum við að reyna að takast á við þessar skuldir á framsækinn hátt (NB, ekki framsóknar þó) eða eigum við að velta skuldunum yfir á afkomendur okkar.

Eina leiðin sem við höfum til þess að milda áfall afkomenda okkar (barnanna) er að auka útflutning, minka neyslu á erlendum vörum og lát útrásarliðið greiða sínar skuldir. Velsæld íbúanna má auka með stuðningi við innlenda framleiðslu á matvælum og annarri neysluvöru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband