Stolt þjóðarinnar

motmaeli_081115_mbl_kristinnMótmælin á Austurvelli í dag hafa sennilega verið þau fjölmennustu í sögu þjóðarinnar. Skynja mátti samstöðu fólksins sem hlýddi á boðskap ræðumanna. Ræðurnar voru frábærar og flestu velt upp sem brunnið hefur á almenningi undan farnar vikur. Hæst bar krafan um að ráðamenn væru kallaðir til ábyrgðar, grundvallar breytingar á stjórnkerfi, kosningu flýtt og að tekið yrði á vandamálum sem nú blasa við.

Þeir Íslendingar sem mæta á mótmælin eru stolt Íslands í dag og um ókomna tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Baráttukveðjur!

Vilborg Traustadóttir, 15.11.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Baráttukveðjur héðan líka.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.11.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælar stelpur, voru þið ekki í kvennagöngunni 2005. Það eru fjölmennustu mótmæli í sögu þjóðarinnar hingað til. Var ekki veriðað tala um 30.000 manns.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.11.2008 kl. 04:53

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú Hólmfríður rétt hjá þér og kröfuganga kvenna var hunsuð af yfirvöldum. Því miður hefur stjórnvaldið lítið sinnt kröfum kvenna. Áhyggjuefni út af fyrir sig en ég er að vona að hægt verði að koma valdaklíkunni frá núna og að kannski vænkist kostur kvenna við það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.11.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er rétt hjá Hólmfríði það voru miklu fleiri í kvennagöngunni.  Reyndar voru þau "mótmæli" allt annars eðlis. Það var hvatt til þeirra af fjölmiðlum og yfirvöldum og frí gefið á öllum þeim vinnustöðum, sem því var við komið.  Heilu fjölskyldurnar fóru í bæinn og börn fengu blöðrur eins og á 17. júní.  Núna beinast mótmælin gegn valdastéttinni, sem reynir tala þau niður. Þetta eru ekki eins og samstöðutónleikarnir hans Bubba, þar sem endurtekin er gamla tuggan að ekki megi leita að neinum sökudólgum. Þessi mótmæli hafa sáð fræi sem mun vaxa.

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakobína, mér finnst nánast fyndið hvað við upplifðum þetta með ólíkum hætti. Sjálfur þekki ég engan sem segist vera á móti jafnrétti kynjanna.  Það getur auðvitað  verið að einhverjir séu á móti því en ég upplifi það  þannig að það sé ekki fallið til vinsælda.  Kannski að allir kalli sig bara jafnréttissinna sama hvað þeir eru miklir sérhagsmunasinnar?

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 14:51

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fordómar gagnvart konum gegnumsýra stofnanamenningu víða. Þetta er félagslegt fyrirbæri. Einstaklingar eru ekki á móti jafnrétti en karlæg hugmyndafræði er ríkjandi þegar kemur að því að meta eiginleika og hæfni einstaklinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.11.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við skulum vinna saman að því að lagfæra þetta.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 18:49

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er sammála þér um að þeir sem leggja það á sig að mæta í kulda og frosti niður á Austurvöll og krefjast réttlætis eru stolt landsins. Ég finn til sorgar og samúðar þegar ég hugsa til þeirrar efnahagshörmunga sem hafa dunið á þjóðinni án þess að stjórnvöld taki á sig neina ábyrgð. En ég finn líka til stolts og bjartsýni þegar ég sé og heyri af þeim sem koma laugardag eftir laugardag til að láta vandlætingu sína í ljós. Það sem knýr fólk til að mæta er þó ekki aðeins vandlætingin heldur líka trúin á það að við getum haft áhrif. Það finnst mér jákvæðast í þessu öllu. Það fyllir mig líka þakklæti, von og trú.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2008 kl. 04:18

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það Rakel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband