Veruleikafyrring eða kokhreysti

Vandamál þjóðarinnar eru margþætt og flest þeirra má rekja til vangetu stjórnvalda.

  1. Erlendar skuldir þjóðarbúsins teljast í billjónum króna.
  2. Erlendar skuldir fyrirtækja í eigu ríkisins teljast einnig í tölum sem ofar eru mannlegum skilningi og eru hvergi birtar þar sem almenningur hefur auðveldan aðgang að þeim. Ráðherrar halda því fram að ríkið sé skuldlaust en það verður að teljast vera ósannindi því ríkið skuldar verulegar fjárhæðir í gegn um stofnanir í eigu þess.
  3. Ónefndar fjárhæðir sitja í Jöklabréfum og öðrum bréfum spákaupmanna og bíða eftir að komast úr landi.
  4. Ríkisstjórnin hefur tekið á sig hundruð milljarða skuldbindingar vegna Icesave innistæðureikninga.
  5. Sveitafélög í landinu eru að sama skapi mjög skuldsett.
  6. Orðspor íslensku þjóðarinnar hefur verið dregið niður í svaðið og er þar mestu um að kenna alvarlegum afglöpum ráðamanna.
  7. Stofnanir ríkisins hafa hvorki þekkingu né getu til þess að sinna sínu hlutverki svo vel sé.
  8. Utanríkisráðuneytið kostar almenning 10 til 13 milljarða á ári en það hefur berlega komið fram að sendiráð erlendis eru ekki starfi sínu vaxin.
  9. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra landsins skilja merkingu orðsins innherjaviðskipti.
  10. Gjaldmiðillinn er ónýtur
  11. Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts almennings.
  12. Konur í landinu virðast ekki hæfar til þess að gegna stjórnunarstörfum. Glerþakið sem konur mæta í stjórnsýslunni er svo lágreist að þær þurfa að skríða til þess að komast um.
  13. Spilling og tengsl ráðamanna, banka og auðmanna virðist vera botnlaus
  14. Ríkisstjórnin telur að það sem kemur fram í ofangreindum 13 liðum sé afleiðing af styrkri stjórn valdhafanna.

Hroki ríkisstjórnarinnar ber vott um að hún treysti því að auðmenn muni aftur, með leynilegum styrkjum sínum, koma henni til valda. Skýrir það kannski tregðu hennar til þess að kalla þá til saka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband