Valdhafar seilast í vasa almennings

Íslendingar ætla að leysa vandamál kreppunar með því að safna meiri skuldum. Þannig færa Íslendingar vandann úr einu hólfi í annað og líta á það sem lausn. Skuldirnar vaxa bara og valdhafar koma fram og berja sér á brjóst og þykjast vera að leysa vandann með því að færa hann yfir á almenning og afkomendur þjóðarinnar.

Færeyingar komust úr sinni kreppu með því að borga skuldirnar og spara. Fjölmargir almennir borgarar á Íslandi þekkja ráðdeildarsemi og fyrirhyggju (bæði orðin kvenkyns). Valdhafar á Íslandi sem keyrt hafa þjóðarbúið í þrot virðast lítt meðvitaðir um þessi hugtök.

Valdhafar hafa lengi vel haldið á vit ævintýranna með því að seilast í vasa almennings. Launagliðnun hefur verið viðvarandi, skattbyrðar þyngdar á laun undir meðallagi og nú er svo komið að hirða á eignir af fólki.

Ráðamenn ætla að lifa áhyggjulausu lífi. Þeir sitja sem límdir í sínum stöðum og verja sína menn í fyrirtækjum og stofnunum. Og ofureftirlaunin bíða þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband