Skjaldborg slegið upp um Baldur

Keppst er nú að slá skjaldborg um grunaðann mann í fjölmiðlum. Dregið er í efa að á fundi um Icesave málið hafi komið fram upplýsingar sem bent hafa til þess að Icesave málið hafi getað haft áhrif á verðmynun hlutabréfa í Landsbanka.

Hvers vegna er sífellt verið að gefa í skyn með svona málflutningi að menn í toppstöðum í stjórnsýslunni séu einstklega dómgreindarlausir og geti ekki dregið einföldustu ályktanir?

Getur verið að hluti þess vanda sem við stöndum frammi fyrir í dag stafi af því að í æðstu stöðum stjórnsýslunnar starfi trúðar sem fatti ekki það sem kemur fram á fundum?

Sá sem grunaður er um innherjaviðskipi á að segja af sér og ef hann gerir það ekki á að reka hann hversu svo sem innvígður hann er í sjálfstæðisflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband