2008-11-20
Baráttan við skrílinn
Birt í Morgunblaðinu 19. október 2008
Einhvers staðar stendur orð eru til alls fyrst. Orð og merkingin sem þeim er gefin eru nú beitt vopn í höndum ráðamanna í baráttu sinni við skrílinn". Forsætisráðherra hefur kosið að kalla fólkið sem tekur þátt i mótmælum skríl. Ég hef verið að taka þátt í mótmælum. Ég er fjögurra barna móðir og mæti á mótmælin fyrir hönd barna minna sem ég vil að eigi framtíð en þá uppnefnir forsætisráðherrann mig og kallar mig skríl.
Annað orð sem ég vil ræða hér og hefur fengið undarlega merkingu í munni ráðamanna er orðið ábyrgð. Merking orðsins verður ekki til í einangrun heldur verður merking þess til við gefnar forsendur.
Sá sem ber ábyrgð þarf að hafa vald, valkosti og upplýsingar eða aðgang gagnvart þeim fyrirbærum sem gefa tilefni til ábyrgðar.
Hollendingurinn sem lagði inn fjármuni á reikninga Icesave gerði það með það í huga að fá góða ávöxtun. Hafi vextirnir verið hærri en stýrivextir í Hollandi þýðir það að Hollendingurinn var að fá greitt fyrir að taka áhættu.
Þegar Hollendingurinn ákveður að eiga viðskipti við Icesave hefur hann vald, valkosti og getur leitað sér upplýsinga um öryggi fjárfestingarinnar og regluverkið í kringum Icesave reikninga. Bæjarfélög í Hollandi eru að sýsla með almannafé og ábyrgð þeirra liggur m.a. í því að velja þeim trygga geymslu og ávöxtun. Þessi rök gilda einnig um Landsbankann, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnina. Þessir aðilar hafa vald, valkosti og upplýsingar.
En hvað með börnin mín hafa þau völd, valkosti og upplýsingar í þessu samhengi? Vissu þau að Hollendingurinn var að fara að gera vonda fjárfestingu og höfðu þau þann valkost eða vald til þess að stöðva hann? Nei. Af hverju bera þau þá ábyrgð? Hvers vegna eru þau bótaskyld?
Hvert sækir þessi furðulega hugmynd um ábyrgð barna minna lögmæti sitt. Jú, stjórnvöld hafa ákveðið að taka þessi fyrirbæri, þ.e.a.s. börnin mín og Hollendinginn sem vildi góða ávöxtun og troða þeim inn í regluverk. Þetta regluverk skapar réttlæti" sem engin fordæmi eru fyrir.
Hvað þýðir þetta fyrir börnin okkar? Geta atburðir verið að gerast hvar sem er í heiminum og þau dregin til ábyrgðar með því að spyrða þau við atburðinn í regluverki?
Með því að gefa þessari framkvæmd réttmæti er verið að skapa samfélag meðal þjóðanna þar sem einstaklingar eru rúnir allri vernd. Sakleysið er svívirt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sanngirninni er ekki fyrir að fara
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 01:29
Ég dáist af því hvað hugsun þín er skýr og rökin þín sterk. Ég vildi sjá þig sem sækjanda minn í málinu þjóðin gegn spillingaröflunum! Ég vona svo sannarlega að skrif þín veki verðskuldaða athygli og þú fáir tækifæri til að fá svör við spurningum þínum hér að ofan og fleirum sem ég hef dáðst að hér á blogginu þínu.
Ætli maður megi stinga upp á ræðumönnum á mótmælafundunum á Austurvelli eða á borgarfundunum í Iðnó/Nasa? Hvar ætli maður komi slíkum uppástungum á framfæri? Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ég myndi vilja að sem flestir heyrðu til og þess vegna myndi ég vilja benda á þig.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:30
Ditto.
Vilborg Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 01:43
Rakel ég þakka falleg ummæli
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:50
Þú áttar þig á því að þú átt þau fyllilega skilið! Mér sýnist líka að Vilborg sé alveg sammála mér. Trúi því reyndar að þeir séu fleiri og gætu orðið enn fleiri
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:55
Blessuð Jakobína og innilegar þakkir fyrir frábæra grein. Svona gullkorn í miðju vonleysinu eru ómetanleg. Ólög og ill lög eru það alltaf þótt þau séu sveipuð búning alþjóðasamninga. Kúgun er kúgun þó 27 þjóðir Evrópusambandsins halda henni fram ef þau leifa ekki ágreining og úrkurð dómstóla. Hið illa er alltaf sigrað að lokum segir kærleikurinn og við skulum vona að mæður þessa lands sjái í gegnum orðgjálfrið og fylki sér um Lilju Mósesdóttir. En þetta þarf að gerast strax. Ekki bara á laugardaginn heldur líka á sunnudaginn, mánudaginn og ...., alveg þangað brennuvargarnir víkja og hleypa fersku fólki að sem hefur þekkingu og vit til að takast á við aðsteðjandi vá. Og allar ákvarðanir verði teknar útfrá hagsmunum barna okkar. Jafnvel þótt slíkt þýði aukna erfiðleika í núinu. Við höfum fengið okkar tækifæri og fórum svona með það en ekkert vald, engin lög, enginn alþjóðasamningur hefur rétt á að svipta börnin okkar sínu tækifæri.
Margar mæður munu hugsa sinn gang og taka afstöðu gegn vitleysunni og hagsmunagæsluliði stórfyrirtækjanna, eftir lestur þessa greinar. Tær snilld.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2008 kl. 02:02
Alveg hreint frábær grein og mikið er ég stolt af þér. Ég veit að hún hefur vakið athygli hef heyrt ólíklegasta fólk tala um hana. Hafðu hjartans þakkir.
Rannveig H, 20.11.2008 kl. 15:21
Já ég er sammála Rakel og vona að þþu haldir áfram á þessari braut. Ég sé að Ómar er á samma máli og fleiri hér.
Takk.
Vilborg Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 18:17
Góð grein og ég er viss um að margir hafa spurt sig þessara spurninga. Það væri kannski sniðugt að þýða þessa grein á ensku og senda hana til ríkisstjórnar Hollands, http://www.government.nl/contact?
Ég ætla allavega að senda þeim samskonar bréf og hvet alla Íslendinga til þess.
Theódór Norðkvist, 20.11.2008 kl. 19:06
Sammála þér Jakobína. Frábær pistill.
Máni Ragnar Svansson, 20.11.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.