Ríkisstjórnin klúðrar hundruð milljarða af slóðaskap?

Til er undanþáguákvæði í ESB sem hefðu getað minnkað ábyrgð Íslendinga á innistæðutryggingum á innistæðum erlendis. 

Samþykktin var sett í nefnd og gleymdist síðan þar bara.

Forsætisráðherra segir já "þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki" eins og þetta sé ekkert mál.

Eftir allt það klúður sem undan er gengið og nú þegar búið er að leggja botnlausar byrðar á almenning telur forsætisráðherra að hann sé réttur maður til þess að leiða þjóðina í gegn um það sem fram undan er.

Hvað er hægt að kalla þetta: siðblindu, veruleikafyrringu eða hvað?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

madur verdur bara svo reidur yfir thessu øllu. REidur og magnvana.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Þetta er ekki svo "naujið". Davíð tékkar á þessu við tækifæri.

Bergur Thorberg, 20.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og við erum bestir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Rannveig H

Leikhúsið við Austurvöll sagði kona að vestan úr Önundarfirði þegar hún kom inn sem varaþingmaður. Það eru mörg mörg ár síðan..

Rannveig H, 20.11.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Getur þú bent mér á hvar ég finn þetta undanþáguákvæði í ESB (átti það ekki annars að vera ESS þar sem við erum ekki í ESB). Gaman væri að fá að sjá þetta staðfest gætir þú linkað á þetta undanþáguákvæði?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit ekki hvar það er að finna. Geir Haarde var spurður um þetta atriði í kastljósi í kvöld.

Það er skrifað um þetta í Morgunblaðinu í dag en þetta ákvæði hefur verið að velkjast um í nefnd ef ég skil rétt í eitt ár.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Velkjast um í nefnd í 1 ár ? Þetta er alveg stórfurðulegt, maður hefur aldrei heyrt um þetta áður. 

Og hverjir voru í þeirri nefnd ?

Var EES-samningurinn ofviða óbreyttu Íslensku embættismannakerfi og hinu pólitíska hreppa og hrossakaupalandslagi sem nú við blasir ?


Máni Ragnar Svansson, 20.11.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er einhvern veginn fyrir utan alla skynsemi. Og svo segir maðurinn að við þurfum styrka stjórn og þetta séu mennirnir til að veita hana!

Þetta er bara algjör þvæla eins og flest sem rann úr munni forsætisráðherra í kvöld.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:58

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

„þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki“ af því þeir áttu svo margar aðrar undanþágur og kosti í stöðunni Hvenær ætli þessi maður horfi framan í sína eigin vanhæfni og viðurkenni hana!? Kannski aldrei en það má bara alls ekki viðgangast að þjóðin sé ofurseld slíkum stjórnendum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:27

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel, eins og mælt frá mínu hjarta!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:44

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held að þetta sé einfaldlega það að menn vilja ekki hverfa af leiksviðinu. Þá fara völdin sem búið er að ráðstafa til vina og vandamanna. Þetta eru allt prímadonnur uppfullar af eigin ágæti.

Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 12:52

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Rut það skortir heilindi hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband