Vantraust á ríkisstjórn?

Nú er að fréttast að vantrauststillaga á ríkisstjórn sé í burðarliðnum. Þetta myndi þýða að boði veri til kosninga fljótlega eftir áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Þá rætast þeir spádómar þar sem þessari ríkisstjórn var spáð að hún myndi ekki lifa fram yfir áramót.

Það versta er að það verður sama fólkið í boði enn og aftur. Og hvað svo?

Viðurkenni að mér finnst ég ekkert hafa um þetta að segja lengur. Sama hvaða skoðun ég hef því það eru ákveðnir aðilar sem hafa mína framtíð algjörlega í hendi sér og er nákvæmlega sama hvað verður um mig og mína.

Jóhanna Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það skiptir máli að við fáum eitthvað betra. það þarf grundvallarbreytingar. Ekki meiri spillingu takk!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég vil heldur utanþingsstjórn.....og kosningar í vor

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég held að kosningar yrðu okkur erfiðar en hvað er til ráða? Utan þings stjórn eða minnihlutastjórn eins flokks? Samfylkingar? Ég hef viðrað það áður en trú mín á það fer minnkandi eftir því hvað kemur sífellt í ljós. Ég vil sjá menn eins og Jón Baldvin, jafnvel Þorstein Pálsson o.fl. koma inn með styrk við venjulegt fólk sem er að vakna til vitundar um stétt sína og stöðu.

Vilborg Traustadóttir, 21.11.2008 kl. 00:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvorugan þessara tveggja vil ég sjá framar í ráðherrastól Vilborg. Það er brýnt að óbreyttir borgarar þessa lands þrýsti á kröfuna um utanþingsstjórn með trúverðugu fólki fram að kosningum sem þó mætti ekki flýta um of.

Ég er farinn að óttast það meira en lítið að nú fari að styttast í óhæfuverk ef stjórnvöld halda áfram í þeim hroka og þeirri afneitun sem birtist í viðtalinu við Geir í Kastljósinu í kvöld.

Árni Gunnarsson, 21.11.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að það sé lítið vit í að fara að dusta rykið af gömlum ráðherrum núna. Sennilega þarf nýtt fólk með ferskar hugmyndir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef fólk sameinast um það að kjósa ekki flokkinn sem kom þjóðinni í þessa stöðu þá hef ég engar gífurlegar áhyggjur af úrslitum kosninga sem væri efnt til núna. Reyndar myndi ég mæla með að það hvað ESB-aðild þýðir raunverulega yrði kynnt mjög ítarlega þannig að kosningarnar myndu ekki snúast um slíka aðild heldur það að við fáum trúverðugt og heiðarlegt fólk til að stýra þessu landi. Fólk sem tekur raunverulega þjóðarhagsmuni fram yfir allt annað! Tek það fram að frá mínum bæjardyrum séð ættu þjóðarhagsmunir alls ekki að mælast í gullkálfum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi verður kosið, en ég myndi vilja þjóðstjórn næstu mánuðina, með sérfræðingum, og svo kosið í maí.  Þá væri búið að koma einhverju í verk á faglegan hátt.  Ef svo illa færi að sömu menn kæmust aftur til valda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 10:56

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála Jóni. Það þarf góðan undirbúning fyrir kosningar. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir kosningar eftir áramót.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Kosningar í vor ekki spurning. Við erum ekki trúverðug á meðan sama fólkið situr á sömu stólum en það virðist þeim formunað að skilja.

Svo er að muna hverjir komu okkur hingað á kosningardaginn.

Rut Sumarliðadóttir, 21.11.2008 kl. 12:47

11 identicon

Ég er sammála Rakel. Ekki seinna að vænna að fá slíka tillögu fram þar sem ISG var að lýsa því yfir að það væri ekki tímabært að boða til kosninga. Ríkisstjórninni er að takast það að slökkva alla von í brjóstum fólks.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:46

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Arinbjörn vonin er okkar. Við gefum ekki þessu liði færi á að komast í tæri við hana. Til þess eru þeir of vitlausir og ekki þess verðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:08

13 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við verðum að hafa reynsluboltana með og ég mun seint kvitta undir að Jón Baldvin Hannibalsson sé "lík"!! Við verðum að átta okkur á því að mannorð heillar .

þjóðar er fokið út í veður og vind. Einmitt þess vegna væri skynsamlegt og er reyndar nauðsynlegt að leita til manna sem eru vel kynntir erlendis og vinna þannig upp á styttri tíma það sem glatast hefur. Ungt og dugmikið fólk kemur að sjálfsögðu með og þéttir raðirnar.

Jakobína sem heilbrigðisráðherra ekki spurning! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 21.11.2008 kl. 16:55

14 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Spámaður! Er ekki skítalykt af málinu hvort eð er ?????

Vilborg Traustadóttir, 21.11.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband