Sjálfstæðismenn eru skíthræddir við kosningar

Jón Gunnarsson gagnrýnir ráðherra fyrir að viðra skoðanir um kosningar á næsta ári. Það hefur ávallt verið talið til dyggða í sjálfstæðisflokki að rekast eins og rolla í hóp. Nú þegar fylgið hrynur af þeim vilja þeir ekki heyra kosningar nefndar.

Sjálfstæðismenn vilja troða valdi sínu upp á þjóðina sem er búin að fá sig fullsadda af hroka þeirra. Á þeim bæ eru menn núna í vörn og ferst þeim það fremur illa úr hendi.

Ráðherrar sem hafa hugrekki til þess að viðra skoðanir sínar og lifa eftir eigin sannfæringu eiga heiður skilinn.

 


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Engan skal undra ótta Sjálfstæðismanna, hvort sem það eru einstakir þingmenn eða flokkurinn í heild. Ástand þjóðfélagsins hefur afhjúpað með afgerandi hætti þau hentistefnuvinnubrögð sem tíðkast hafa í stjórnkerfinu undanfarna áratugi.

Ég tel raunar að tími hömlu flokkanna beggja sé liðinn, í þeirri mynd sem þeir hafa starfað. Framsóknarflokkurinn er eins og vélarvana skip sem rekur fyrir vindi sem þó blæs ekki úr einni átt. Flokksþing þeirra í janúar mun væntanlega skýra stefnuna eitthvað.

Sjálfstæðisflokkurinn bíður örlaga sinna eins og ósamlynd hjón sem hvorki geta skilið eða búið saman. Þau eru ekki einu sinni búin að fara til prestsins. Kannski skýrast þeirra mál í lok janúar. Þar eru þó innan borðs þingmenn eða öllu heldur konur sem þora að tala upphátt. Strákunum hefur gengið verr að tjá sínar tilfinningar og sína bara sína alkunni "karlmennsku" og halda haus hvernig sem allt veltist

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.11.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Hólmfríður þeir hafa reynst vera bleyður margir hverjir í sjálfstæðisflokknum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Frábær og myndræn lýsing hjá þér Hólmfríður á ástandinu innan Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þetta er með betri samantektum sem ég hef séð á innanhúsvanda þessara flokka Skyldu þeir vera búnir að átta sig á því sjálfir að vandi þeirra lítur einmitt svona út?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband