Er forsætisráðherra strengjabrúða hernaðarráðgjafans?

Í frétt á ruv.is segir m.a.:

"Þá hefur Johansen lagt drög að ræðum eða ummælum Geirs. Þar segir meðal annars að ríkisstjórnin hafi gripið til ákveðinna aðgerða og leggi hart að sér við að finna lausn mála. Blaðið er dagsett viku eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Í ræðudrögum handa Geir hefur Johansesn skrifað nokkur lykilatriði. Meðal annars að forðast eigi að leyfa efnahagsglundroðanum að breytast í milliríkjadeilu.

Johansen gegndi áður starfi upplýsingafulltrúa Glitnis í Noregi. Hann sendi frá sér fréttatilkynningu 21. Október; fimm dögum eftir að hann setur fram fjölmiðlaáætlun fyrir forsætisráðherra. 

Fyrir stuttu var Kristján Kristjánsson ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun svaraði Geir spurningum blaða- og fréttamanna í tvær og hálfa mínútu eða þangað til upplýsingafulltrúinn batt enda á þennan óformlega blaðamannafund." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er nú þannig að þegar þeir sem er í forsvari fyrir hvort það er ríkistjórn banka eða önnur samtök geta ekki  tjáð sig frá hjartanu án fals þá er illa komið og hægt að líkja því við mann sem kallaður er í dómsal og lýgur hann verður margsaga þá er virðingin og allt sem sagt er tilfinningalaust og dautt því það vantar sannfæringu í fasið. Þeir sem eru að hlusta finna það um leið því rökræðan verður innantóm og þessi framkoma skin úr öllum þessum blaðamannafundum sem skilja eftir fleiri spurningar en svör.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.11.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta val á upplýsingafulltrúa lýsir vel því trausti sem er á milli stjórnvalda og þjóðar.

Magnús Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Komin með nóg af strengjabrúðunum

Sjáumst á Austurvelli í dag kl. 15:00!

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Geir á heima á vaxmyndasafni, segi það enn og aftur. Svei mér þá....

Vilborg Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er eitthvað allt annað sem við þurfum þessa dagana en hernaðarráðgjöf!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:42

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er ekki traustvekjandi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband