Troðið út úr dyrum á borgarafundi

Borgarafundur fyllti Háskólabíó í kvöld. Góð mæting var af hálfu ráðherra og þingmanna. Sterkar tilfinningar voru á fundinum og voru uppi háværar kröfur um breytingar í stjórnarliði. Spurningum var beint til ráðherra vegna athafna þeirra tengdum innherjaupplýsingum. Mikill hiti var í fólki vegna verðtryggingarinnar og gjaldþrota heimila. það er augljóst að hagsmunum almennings er fórnað fyrir krónuna. En fyrir hverja er krónan? Er hún ekki fyrir almenning? Hvernig væri þá að ráðamenn spyrðu almenning hverju þeir eru tilbúnir til þess að fórna fyrir krónuna?

Fáránlegar og stórhættulegar aðgerðir eru framundan. Ríkisstjórnin ætlar að skuldsetja þjóðinu um 800 milljarða til þess að koma krónunni á flot. Afleiðingarnar af þessum aðgerðum er verðbólguskot og að fjöldi heimila mun verða gjaldþrota. Ungt fólk sem skuldar 18 til 20 milljónir mun greiða 30 þúsund á mánuði til æviloka vegna þessara aðgerða sagði einn fundarmaður.

Ráðamenn voru spurðir um hvers vegna eignir útrásarliðsins hafi ekki verið frystar. Ráðherrum fannst þessi spurning gefa tilefni til þess að benda á að ekki mætti brjóta reglur réttarríkisins. Það tók ráðherra ekki langan tíma að semja neyðarlög sem verja bankanna fyrir málshöfðun af hálfu almennings sem bankarnir hafa rænt 30% sparifjárs. Hvar er réttarríkið þar?

Réttarríkið er fyrir suma en ekki aðra. Í þessu samhengi veifuðu vinstri grænir frumvarpi sem ég ætla að vona að beri í sér einhvern kraft.

Jónína Ben benti á að nokkrum starfsmönnum í Glitnis hefði verið gefinn banki Glitnis í New York og spurði hvor að íslendingar ættu að borga skuldirnar.

Svör stjórnmálamanna voru því marki brennd að þeir eru búnir að marka sér ákveðið far og virðast vera fremur blindir fyrir öllum möguleikum sem ekki liggja í því fari. Þetta vekur ekki undrun mína enda eru þeir valdhafar sem fremstir í flokki standa fastir í hugarfari og reglum sem þeir sjálfir hafa sett. Þeir hafa skapað reglurnar í anda frjálshyggjunar og beita þeim nú fyrir sig.

Frjálshyggjan er komin í þrot en ríkisstjórnin er föst í viðjum frjálshyggjunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þitt innlegg var flott, takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekki spyr ég að! Frábær túlkun á þeim hlekkjum sem binda hugsun stjórnarliðanna. Þeir minna á skæruliða sem ferðast um í svo djúpum skurðum að þeir sjá ekki landið sem þeir telja sér trú um að þeir séu að vinna fyrir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband