Getur ekki skyggnst inn í eigin samvisku

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún voru spurð af því á borgarafundi í Háskólabíó hvort teldu sig bera einhverja ábyrgð á því sem gerðist.

Geir Haarde svaraði fyrst: „Auðvitað bera allir einhverja ábyrgð í þessu máli en við munum setja á stofn sérstaka rannsóknarnefnd sem mun komast að því nákvæmlega hver ber hvaða ábyrgð." Þá bað fundarstjóri Geir að svara spurningunni, þ.e.a.s. telur hann, Geir Haarde, sig bera einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Þá svaraði Geir: „Ég mun ekki skorast undir ábyrgð þegar þessi skýrsla kemur fram. Það er af og frá."

Svör Geirs eru athyglisverð. Hann svarar ekki spurningunni um það hvort hann sé ábyrgur þrátt fyrir ítrekaða beiðni þar um. Hvers vegna getur Geir ekki svarað þessari spurningu? Hvernig er hægt að treysta manni fyrir forystu í landsmálum sem ekki getur metið eigin gjörðir og þarf að lesa skýrslu til þess að átta sig á samhengi gjörninga sinna og þess sem hefur verið að gerast í landinu?

Venjulegt fólk hefur hæfileika til þess að meta afleiðingar gjörða sinna og skýrskotar til samvisku sinnar við mat á ágæti þeirra. Þetta virðist Geir vera fyrirmunað samkvæmt viðbrögðum hans sem skýrð eru hér að ofan. Hann þarf að ráð rándýra erlenda sérfræðinga til þess að meta gjörðir sínar ákveða samhengi þeirra.

Það er þekkt að hann hefur haft sérfræðing á sínum snærum til þess að stýra gjörðum sínum eftir bankahrunið og nú ætlar hann að ráða sérfræðinga til þess að meta gjörðir sínar sem hann virðist þá ekki skilja sjálfur. Er það ekki nokkuð dýrt fyrir fátæka þjóð að hafa mann í forystu landsmála sem þarf að ráða sér sérfræðinga til þess að stýra sér persónulega og í skýrslum út úr því klúðri sem hann hefur komið sér í. Það má einnig spyrja hvort hann haldi uppteknum hætti og ráði góðvini Bjarna Ármanns til þess að stýra sér í gegn um vandræðin.

Ingibjörg Sólrún virðist hins vegar hafa aðgang að eigin samvisku því hún svarar: „Já ég ber eflaust einhverja ábyrgð í þessu máli og kannski er höfuðábyrgðin sú að hafa ekki gengið harðar eftir því það væru byggðar hér upp öflugar varnir fyrir íslenska fjármálakerfið á þeim sextán mánuðum sem ég var í ríkisstjórn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það gildir meira um Geir en aðra sýnist mér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Blinda hans er ekki aðeins sorgleg heldur afar afleiðing. Við gjöldum hennar afar dýru verði

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ingibjörg þurfti að taka skýrt fram "þessa 16 mánuði sem ég hef verið í ríkisstjórn", auðvitað átti Björgvin G, Sigurðsson viðskiptaráðherra að herða allar reglur og utanríkisráðherra að fylgjast með starfseminni þó ekki væri nema erlendis!

Þau geta ekki hvítþvehið sig heldur eða óskað eftir afslætti af sínum gjörðum eða aðgerðaleysi.

Vilborg Traustadóttir, 26.11.2008 kl. 00:54

4 identicon

Afneitun er þetta kallað, og svo óendanlega dýr afneitun eins og Rakel segir.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er líka stundum talað um að það vanti eitthvað í fólk

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband