Ókeypis þjónusta!

Geir Haarde var spurður að því á borgarafundi í Háskólabíó hvort hann teldi sig bera einhverja ábyrgð á því sem gerðist.

Geir Haarde svaraði fyrst: „Auðvitað bera allir einhverja ábyrgð í þessu máli en við munum setja á stofn sérstaka rannsóknarnefnd sem mun komast að því nákvæmlega hver ber hvaða ábyrgð." Þá bað fundarstjóri Geir að svara spurningunni, þ.e.a.s. telur hann, Geir Haarde, sig bera einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Þá svaraði Geir: „Ég mun ekki skorast undir ábyrgð þegar þessi skýrsla kemur fram. Það er af og frá."

Til þess að spara þjóðinni útgjöld á erfiðum tímum býð ég Geir Haarde ókeypis þjónustu. Ég skal skrifa fyrir hann sérfræðiskýrslu sem varpar ljósi á ábyrgð hans á ástandinu í þjóðfélaginu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já ég tek þessu fyrir mína hönd. Ríkið það er ég!

Vilborg Traustadóttir, 28.11.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Rannveig H

Mér lýst vel á þjónustu, en hef enga von um að Geir Hilmar þiggi. En ég vildi fá að sjá þessa skýrslu og gera hana opinbera.

Rannveig H, 28.11.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég held að þeir séu haldnir mynnisleysi miðað við síðustu ráðstafanir í efnahagsmálum og ef svo er þá man hann ekki eftir því hvort hann beri einhverja ábyrgð 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.11.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Rannveig H

Það er sívinsæl orðin "Eftir á að hyggja"

Rannveig H, 28.11.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gott hjá þér.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 28.11.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skýrslan væri vel þegin.....bara svo maður hafi þetta allt á einum stað.

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með öðrum hér. Sérstaklega Spámanninum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.11.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband