Markmið valdhafa

Hugmyndafræði sértrúarsafnaðar ný-frjálshyggjunnar er nú í andaslitrunum. Stjórnvöld virðast ætla að berjast fyrir viðhaldi helstu boðbera hennar til síðasta blóðdropa.

Ríkisstjórnin hugsar nú eingöngu um að bjarga kerfum og vílar ekki við að fórna fjölskyldum á altari kerfanna. Endurlífga á ónýtt og máttlaust kerfi á kostnað almennra borgara.

Lífsneistinn á Íslandi er háður auðlindunum. Mannauðurinn á Íslandi hefur umbreytt auðlindum á Íslandi í verðmæti. Þessum verðmætum væri í heilbrigðu samfélagi deilt á milli borgaranna þannig að borgararnir megi njóta þeirra og nýta þau sér til framfæris.

Valdhafar á Íslandi hafa skapað kerfi sem markvisst veitir verðmætum frá hinum almenna borgara og á hendur fárra einstaklinga sem engan þátt eiga í að skapa verðmætin.

Þetta ferli hefur átt sér stað í langan tíma og rekur upphaf sitt til þess að nokkrum einstaklingum var færður einkaréttur á því að draga til sín verðmæti sem sköpuð eru á fiskimiðunum.

Mönnum tókst, við lítil mótmæli almennings, að tryggja sér arðinn af fiskimiðunum um langa framtíð en það var ekki nóg. Nú komu fram einstaklingar sem vildu líka hirða verðmæti og arð af öllu atvinnulífi þjóðarinnar. Þeir hafa ekki bara hirt þau verðmæti sem sköpuð hafa verið síðasta áratug. Nei, ríkisvaldið og auðvaldið hefa fundið leið til þess að hneppa þjóðinni í ánauð fyrir þessa sömu einstaklinga um komandi áratugi.

Fjölskyldur eiga eignir, íbúðirnar sínar og bílanna sína og það vill valdið fá líka og gera almenning að leiguþýi í landinu.

Aðgerðir valdhafanna miða að því að verja þetta kerfi sem er hannað til þess að ná eignum af þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Steingrímur

Vilborg Traustadóttir, 29.11.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Steingrímur J hefði ekki getað sett meiri höft á en þessir forkólfar frjálshyggjunnar sem nú éta ofan í sig eigin sannfæringu. Sannfæringu sem þeir höfðu sannfært þorra fólks um að væri að virka!

Vilborg Traustadóttir, 29.11.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel mælt Jakobína.

Það er grátlegt að þeir aðilar, hvort sem það eru í stjórnmálum, atvinnulífi eða verkalýðshreyfingunni, sem sáu ekkert athugart við ástandið í aðdraganda hrunsins, leggjast allir sem einn á árarnar til að endurreisa þetta sama kerfi og þjóðin er einskis spurð.  Viljum við þetta þjóðfélag að nýju?  Er dómgreind þessa fólks eitthvað betri núna en hún var fyrir hrun?  Spyr sá sem ekki veit.

Vilborg.  Höft eru bara annað orð yfir fátækt.  Skuldir eru aðeins ein birtingarmynd ríkdæmis á meðan einhver vill lána.  Í dag á Íslenska þjóðin nóg af skuldum en enginn vill lána henni.  Þess vegna eru höft.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það verður enginn ríkur nema hann taki af öðrum. Það er gamalt lögmál. Eins og kvótakerfið, bankakerfið................... sannar.

Rut Sumarliðadóttir, 30.11.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það sem blasir við íslenskum almenningi minnir á kerfið sem kennt var við lénsherrana í Evrópu á miðöldum. Leiguliðar unnu myrkranna á milli til að hafa í sig og á eignum aðalsins en báru ekkert úr bítum sjálfir umfram það að halda jörðum sínum og lifa áfram undir fátækramörkum. Skipulagið hafði hins vegar komið því þannig fyrir að þeir gátu ekkert farið. Þeir voru samningsbundnir þessu skipulagi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.11.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rut og kerfið sem er við lýði beinir meiri verðmætum til þeirra sem eiga mikið frá þeim sem eiga lítið.

Rakel við erum nú að horfast í augu við nútíma lénsskipulag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.11.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband