Ísland veðsett

Erlendir lánadrottnar teljast nú líklegir til þess að eignast íslensku bankanna. Ekki kemur fram í hvað bankarnir notuðu lánin. Eru engar kröfur á móti? Eiga íslensku bankarnir engar kröfur? Hvers vegna rýrna sumar kröfur en ekki aðrar?

Nú hamast ruv.is að kynna landsmönnum þær "gleðifréttir" að íslensku bankarnir falli í hendur erlendra aðila og kostina við það.

"Ólafur Ísleifsson, háskólakennari í hagfræði og bankaráðsmaður hjá Glitni, segir jákvætt að erlendir kröfuhafar eignist hlut í íslensku bönkunum. Útlenskir eigendur myndu væntanlega sjá hag sinn í því að auka framboð íslensku bankana að erlendu lánsfé en nú sé mjög erfitt að fá lán. Þá gætu skapast möguleika á því að endurreisa erlend viðskiptatengsl sem skipta miklu máli fyrir bankana."

Menn í valdastöðum virðast hlynntir því að skuldsetja landið áfram og koma eignum okkar í hendur erlendum aðilum. Munu erlendir aðilar eignast húsnæði þeirra sem missa það í gjaldþrotum? Hvar endar þetta?

Viljum við verða leiguþý í eigin landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Við erum það nú þegar Bíbí mín, en lengi getur vont versnað.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já en eigum við nokkuð að vera gleðjast yfir þessu eins og valdhafar virðast gera ef marka má orðræðuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:47

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þessi fréttamennska er náttúrulega bara auglýsingamennska og skrum. Fréttir af þessu vekja mér fjöldan allan af spurningum um fjármálaeftirlit og fleiri peningastofnanir sem mér finnst skipta afar miklu máli fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Fréttin er þannig matreidd að það er eins og henni sé ætlað að þagga niður í þjóðinni með því að segja aðeins frá kostunum og setja þá fram sem einhverja ofurkosti en þegja yfir hinu sem skiptir miklu meira máli þegar upp er staðið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er alltaf verið að ljúga að okkur!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband