Stjórna psycopatar?

Marianna Friðjónsdóttir segir frá umfjöllun danskra fjölmiðla um psycopata (siðblinda) á valdastóli. Atferli valdhafa í samfélaginu vekur upp spurningar hversu margir siðblindir einstaklingar hafi komist hér til valda.

Stjórnmálamenn ljúga að almenningi án þess að svitna. Ábyrgðartilfinning þeirra er engin. Sumir þeirra sem almenningur skynjar að komi vel fram í fjölmiðlum eru erkilygarar sem tengja má við lögbrot á borð við innherjaviðskipti og siðleysi á borð við það að hygla að sínum.

Íslendingar vilja að þroskaðir einstaklingar með samfélagsvitund og heilbrigt siðferði taki við stjórnartaumum en erfiðlega gengur að finna leiðina til þess.

Fjölmiðlar hafa reynst vera erkifjendur almennings í viðleitni við að upplýsa almenning um þá atburðarrás sem nú er í gangi í samfélaginu.

Siðblind valdaklíkan berst nú við að tryggja sér áframhaldandi völd við fulltingi sjálfstæðisflokks og samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég lít á þetta sem hrikalegar staðreyndir og þess vegna er það þjóðþrifamál að standa vaktina og krefjast breytinga. Vonandi tekst okkur það. Það þarf svo sannarlega að stokka upp í brúnni!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að linka á færsluna þína frá í gær "Hverjir leita sannleikans" og kem einnig inn á grun um "veikindi" ráðamanna.

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég vissi þetta svo sem áður, það er stundum gott að geta fært sannanir á hugrenningar manns.

Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 16:35

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rut: Í einni athugasemdinni við þessari færslu Maríönnu Friðjónsdóttur segir Guðríður Haraldsdóttir: „Las einhvers staðar að aðeins mjög greint fólk eða fólk undir meðalgreind gætu séð þá[psycopatana] út.“ Mátti til að vekja athygli þína á þessu þar sem mér skilst á orðum þínum að þú sést búin að því fyrir nokkru. Ég hef furðað mig á persónuleika þessa manns en þó einkum valdinu og áhrifunum sem hann hefur náð frá því hann byrjaði að reisa sér minnisvarða í höfuðborginni. Ég er þess vegna að velta því fyrir mér hvorum hópnum ég tilheyri...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Úps erum við kannski nógu vitlausar til þess átta okkur á þessu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:16

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eigum við ekki bara að hafa það þannig Ég meina það er ekkert slæmt eða hvað? Get bara bent á hvað pínulítil börn, gæludýr og húsdýrin eru oft óskeikulir mannþekkjarar. Við hljótum að búa yfir sömu greind og þau a.m.k.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.12.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Greind eða greindarskortur, það er spurningin.

Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 17:48

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Viið erum mjög greindar, ekki spurning!

Svo er það spuning um greind þeirra sem sitja sem fastast????

Vilborg Traustadóttir, 4.12.2008 kl. 19:58

9 Smámynd: Rannveig H

Ég líki þessu  oft við alkóhólískt ástand þar sem fíkilinn og aðstandendur eru að kljást. Stjórnleysið ,tortrygginn feluleikurinn, og allt sem er í þeim pakkanum fylgir þessu fólki.

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og það er furðulegt þegar að fólk talar um að þetta fólk eigi að leysa vandann. Þetta fólk sem er algjörlega ringlað í villu milli þess sem það segist vera að gera og þess sem það svo gerir. Það fattar ekki lengur hvað er eðlilegt og hefur í raun misst tengsl sín við veruleikann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Rannveig H

Við mótmælum á morgun sem aldrei fyrr og  blásum í lúðra. Það spáir góðu veðri það hefur mikið að seigja.

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 14:24

12 identicon

Það sem skortir er tilfinningagreind.

Það er hægt að vekja tilfinningagreind sína ef hún hefur ekki náð að þroskast eðlilega, en til þess að slíkt gerist þarf yfirleitt viðkomandi einstaklingur að verða fyrir verulegu andlegu áfalli og þess vegna knúinn til.

Karlmenn eru því miður við stjórnvölinn í flestum tilfellum, og því miður eru þeir yfirleitt áratugum á eftir jafnöldrum sínum af hinu kyninu hvað tilfinningagreind snertir. Fæstir þeirra ná nokkurn tíma þroska á þessu sviði.

Manneskja sem hefur náð að þroska tilfinningagreind sína gæti aldrei komið fram á þann hátt sem einkennir svo sterklega flesta stjórnmálamenn okkar hingað til.

Ég er afskaplega leiður yfir hvað kynbræður mínir hér á landi eru yfirleitt andlega vanþroska tilfinningalega.

Kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:55

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég get svo sannarlega tekið undir bæði með Rannveigu og Kristni Erni hér að ofan í sambandi við alkóhólismann og tilfinningagreindina. Það er svo sannarlega hægt að líkja framkomu og meðferð stjórnvalda á aðstandendum sínum við fíkla og/eða geðsjúka (persónuleikaskemmda). Þessir einstaklingar eru í mjög lélegum tengslum við tilfinningar sínar. Það lítur út fyrir að tilfinningar séu þeim álíka fjarlægur veruleiki og sá að guð geti verði til...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.12.2008 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband